
Annað kvöld fer fram bikarúrslitaleikur Vals og Vestra á Laugardalsvelli.
Þetta er vægast sagt áhugaverður leikur og mikil eftirvænting fyrir því að sjá hvernig hann spilast. Valur hefur ellefu sinnum orðið bikarmeistari en Vestramenn eru að fara í inn fyrsta bikarúrslitaleik.
Þetta er vægast sagt áhugaverður leikur og mikil eftirvænting fyrir því að sjá hvernig hann spilast. Valur hefur ellefu sinnum orðið bikarmeistari en Vestramenn eru að fara í inn fyrsta bikarúrslitaleik.
Skoðum aðeins hvernig byrjunarliðin verða mögulega.

Við spáum því að Valsliðið verði svona. Miðjan er spurningamerki en Hlíðarendafélagið hefur saknað Tómasar Bent Magnússonar mikið eftir að hann var seldur til Hearts í Skotlandi.
Það gæti líka verið að Túfa, þjálfari Vals, fari varkár inn í leikinn og muni byrja með Bjarna Mark í bakverði fyrir Sigurð Egil, en þá er spurning hver mun halda inn á miðsvæðinu. Það eru væntanlega spurningar í hausnum á Túfa fyrir þennan stóra leik.
Frederik Schram æfði í dag eftir að hafa misst af síðasta leik og það eru frábær tíðindi fyrir Val.

Um er að ræða stærsta leik í sögu Vestra en það er aðeins auðveldara að spá fyrir um byrjunarliðið hjá þeim. Diego Montiel mun væntanlega koma aftur inn í liðið eftir að hafa verið á bekknum í síðasta leik gegn Stjörnunni.
Annars kæmi það á óvart ef það verða einhverjar fleiri breytingar. Fyrirliðinn Elmar Atli Garðarsson hefur ekki verið að spila mikið að undanförnu og verður fróðlegt að sjá hvort hann fái mögulega kallið í þennan leik.
Leikurinn hefst klukkan 19:00 annað kvöld og er um að gera að kaupa sér miða á völlinn.
Athugasemdir