
Landsliðskonan Guðný Árnadóttir sat fyrir svörum í Teams-viðtali í vikunni. Guðný er 21 árs varnarmaður sem leikur með AC Milan á Ítalíu. Hún gekk í raðir AC Milan frá Val undir lok síðasta árs en lék á láni með Napoli út síðasta tímabil.
Guðný um tímann hjá Napoli:
„Mér fannst þetta fáránlegt og tók mig tíma að venjast því"
Guðný um tímann hjá Napoli:
„Mér fannst þetta fáránlegt og tók mig tíma að venjast því"
Í viðtalinu í vikunni var hún spurð út í tímann til þessa á Ítalíu og að vera komin til AC Milan.
Mjög ánægt með að hafa farið til Ítalíu
Fyrsta árið á Ítalíu, ertu ánægð með að hafa tekið þetta skref?
„Já, klárlega. Það er gaman að fá að prófa eitthvað nýtt. Þetta er svolítið öðruvísi fótbolti en ég var vön, ég er alltaf að læra eitthvað nýtt, bæði hjá Napoli og svo núna hjá AC Milan þar sem er meiri samkeppni og betri leikmenn. Ég er mjóg ánægð með það."
Erfiðara að komast í liðið hjá Milan
Hvernig hefur þér fundist þér þetta tímabil til þessa hjá AC Milan? Finnuru mikinn mun á þessu og þegar þú varst hjá Napoli?
„Já, þetta er allt öðruvísi þannig séð. Í fyrsta lagi er aðeins auðveldara að komast inn í tungumál og allt svoleiðis og vita hvernig allt virkar. Fótboltalega er þetta betra lið og búið að vera erfiðara að komast í liðið, vera inn og út og núna búin að spila síðustu tvo leiki. Þetta hefur meira snúist um að reyna vinna sér sæti í liðinu á meðan hjá Napoli þá byrjaði ég bara strax að spila og spilaði hverja einustu mínútu."
Varðandi tungumálið, ertu þá að vísa til þess að það sé ekki hægt að skilja fólk í Napoli eða áttiru við að þú varst komin með tök á ítölskunni?
„Ég var farin að skilja málið betur en ég held að núna skilji ég varla fólkið í Napoli, það talar aðeins öðruvísi," sagði Guðný og hló. „Það hjálpaði mikið að vera komin með betri tök á fótboltamálinu."
Draumur að vinna titil með Milan
Hvað er það sem þig langar til að afreka með AC Milan, ertu með eitthvað sérstakt markmið?
„Þetta er frekar nýtt lið og fyrir mér væri geggjað að vinna titil fyrir þetta félag. Það væri bara draumur og markmið hjá bæði mér og liðinu sem væri ótrúlega gaman að ná," sagði Guðný.
Sjá einnig:
Var svolítið týnd í byrjun en líst vel á nýju stöðuna
Athugasemdir