Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   fös 22. október 2021 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
England um helgina - Risaslagur á sunnudaginn
Mynd: EPA
Það er nóg um að vera í enska boltanum um helgina og hefst fjörið strax í kvöld þegar Arsenal tekur á móti Aston Villa.

Búist er við spennandi viðureign þar sem bæði lið eru á svipuðu reiki um miðja úrvalsdeild.

Topplið Chelsea hefur morgundaginn á heimaleik gegn botnliði Norwich en verður án Timo Werner og Romelu Lukaku.

Everton mætir Watford á meðan Leeds tekur á móti Wolves. Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley eiga útileik gegn Southampton og þá mætir Newcastle til leiks gegn Crystal Palace í sínum fyrsta leik eftir brottrekstur Steve Bruce.

Síðasti leikur dagsins er ekki af verri endanum þar sem Manchester City heimsækir Brighton. City er í þriðja sæti úrvalsdeildarinnar sem stendur, tveimur stigum fyrir ofan Brighton sem hefur farið gríðarlega vel af stað.

Á sunnudaginn eiga svo skemmtilegir nýliðar Brentford heimaleik gegn Leicester á meðan West Ham og Tottenham eigast við í Lundúna- og Evrópuslag.

Manchester United tekur á móti Liverpool í síðasta og jafnframt stærsta leik helgarinnar. Þessi lið eiga sér gríðarlega mikla sögu og er þetta kjörið tækifæri fyrir Man Utd til að brúa bilið á milli sín og toppliðanna.

Föstudagur:
19:00 Arsenal - Aston Villa

Laugardagur:
11:30 Chelsea - Norwich
14:00 Crystal Palace - Newcastle
14:00 Everton - Watford
14:00 Leeds - Wolves
14:00 Southampton - Burnley
16:30 Brighton - Man City

Sunnudagur:
13:00 Brentford - Leicester
13:00 West Ham - Tottenham
15:30 Man Utd - Liverpool
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 4 4 0 0 9 4 +5 12
2 Arsenal 4 3 0 1 9 1 +8 9
3 Tottenham 4 3 0 1 8 1 +7 9
4 Bournemouth 4 3 0 1 6 5 +1 9
5 Chelsea 4 2 2 0 9 3 +6 8
6 Everton 4 2 1 1 5 3 +2 7
7 Sunderland 4 2 1 1 5 3 +2 7
8 Man City 4 2 0 2 8 4 +4 6
9 Crystal Palace 4 1 3 0 4 1 +3 6
10 Newcastle 4 1 2 1 3 3 0 5
11 Fulham 4 1 2 1 3 4 -1 5
12 Brentford 4 1 1 2 5 7 -2 4
13 Brighton 4 1 1 2 4 6 -2 4
14 Man Utd 4 1 1 2 4 7 -3 4
15 Nott. Forest 4 1 1 2 4 8 -4 4
16 Leeds 4 1 1 2 1 6 -5 4
17 Burnley 4 1 0 3 4 7 -3 3
18 West Ham 4 1 0 3 4 11 -7 3
19 Aston Villa 4 0 2 2 0 4 -4 2
20 Wolves 4 0 0 4 2 9 -7 0
Athugasemdir
banner
banner