Mörg félög hafa áhuga á Rashford - Fara Antony og Zirkzee á láni? - Undirbúa brottför Alonso - Arsenal skoðar að stækka Emirates
   þri 22. október 2024 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Shaina Ashouri kveður Víkinga
Shaina Ashouri.
Shaina Ashouri.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Shaina Ashouri hefur tilkynnt á samfélagsmiðlum að hún muni ekki leika með Víkingum næsta sumar.

„Ísland, síðustu þrjú og hálft ár hafa verið allt sem ég hefði getað beðið um og meira til. Mér finnst ég svo heppin að þessi staður hefur orðið mitt annað heimili á þessum tíma. Ég hef hitt fólk fyrir lífstíð, búið til ótrúlegar minningar og vaxið svo mikið - bæði sem leikmaður og manneskja," segir Shaina.

Hún þakkar svo Víkingi fyrir og segist bera mikið þakklæti í garð liðsins sem hún spilaði með í sumar.

Shaina, sem er fædd 1996, spilaði í sumar 23 leiki með Víkingum í Bestu deildinni og skoraði átta mörk.

Hún lék áður með Þór/KA og FH, en hún hefur sýnt það á tíma sínum hér að hún er afar öflug fótboltakona.
Athugasemdir
banner
banner
banner