Höjlund, Sesko, Palhinha, Sancho, Garnacho, Guehi, Eze, Echeverri og fleiri góðir í slúðri dagsins
Víkingar fara til Danmerkur - „Fínt að fara aðeins nær en að vera fara til Kósóvó eða Albaníu"
Miklu meira álag á Val en Zalgiris - „Að komast áfram er ekki bara fyrir okkur“
Sölvi Geir: Erum komnir í törn sem er virkilega skemmtileg en á sama tíma krefjandi
Danni Hafsteins: Bara geggjað, alltaf gaman í Köben
Jón Óli: Hrikalega sár og svekktur
Kom Adam á óvart að hafa ekki byrjað - „Ég get ekkert sagt“
Þjálfari Silkeborg: Þetta er ekki léttir heldur gleði
Nik: Ég myndi ekki segja að ég væri stoltur
Hallgrímur Mar: Þeir skoruðu eitthvað ógeðslegt mark sem tryggði þeim sigur
Haddi Jónasar: Hefðum átt að vinna - Klúðrum þremur dauðafærum í framlengingunni
Heimsóknin - KFA og Höttur/Huginn
Þjálfari Silkeborg: Dáist að aganum í leik KA
Fyrirliði Silkeborg: Kom mér smá á óvart að þeir æfa ekki eins og atvinnumannalið
Haddi Jónasar: Það er komin alvöru pressa á þá
Langþráður draumur KA manna rætist - „Loksins erum við komnir heim; upp á Brekku"
Gísli Gotti: Maður upplifir ekki oft svona leiki en þetta var ekkert eðlilega gaman
Bjarni Jó: Er það ekki svona sem við viljum hafa þetta?
Alli Jó: Ekki skemmtilegur leikur fyrir hlutlausan
Gabríel Aron: Það er mín upplifun
Gabríel Snær: Þeir segja að það sé algjört rugl að fara þangað
   þri 12. mars 2024 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Víkingsvelli
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Kvenaboltinn
Shaina Ashouri.
Shaina Ashouri.
Mynd: Víkingur
Í leik með FH á síðasta tímabili.
Í leik með FH á síðasta tímabili.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Skrifaði undir í Víkinni.
Skrifaði undir í Víkinni.
Mynd: Víkingur R.
Víkingsliðið var frábært á síðasta tímabili.
Víkingsliðið var frábært á síðasta tímabili.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Ein stærstu félagaskipti ársins í kvennaboltanum á Íslandi áttu sér stað í síðustu viku þegar miðjumaðurinn Shaina Ashouri skipti frá FH yfir til bikarmeistara Víkings.

Shaina var lykilmaður í liði FH sem kom mjög á óvart í Bestu deildinni á síðasta tímabili. Hún var á bekknum í liði ársins eftir tímabilið.

„Ég er gríðarlega spennt," segir Shaina í samtali við Fótbolta.net. „Það er mikill meðbyr í kringum félagið og hér er verið að vinna mjög gott starf. Þær sönnuðu gæði sín á síðasta ári og ég er mjög ánægð að vera hluti af þessu liði núna."

„Ég var að skoða tækifærin eftir síðasta ár og skoðaði alla möguleika sem komu upp. Ég hef talað við John og Kristó (þjálfara Víkings) og stjórnina hérna og mér fannst þetta passa vel fyrir mig," segir þessi öflugi leikmaður.

Ný áskorun og nýtt verkefni
Shaina hefur leikið hér á landi síðan árið 2021, bæði með Þór/KA og síðar FH. Í fyrra lék hún 27 leiki með FH í Bestu deild kvenna og skoraði í þeim átta mörk, sem gerði hana að markahærri leikmönnum deildarinnar. Alls hefur Shaina spilað 49 leiki hér á landi og skorað í þeim 23 mörk.

Hún var einn öflugasti leikmaður Bestu deildarinnar í fyrra með FH en ákvað núna að róa á önnur mið. Hún segir að það hafi verið erfið ákvörðun að fara frá FH.

„Já, það var það. Ég var hjá félaginu í tvö ár og hafði búið mér til ákveðið heimili þarna. Ég á góða vini þarna og ber mikla virðingu fyrir þjálfurunum, leikmönnunum og félaginu í heild sinni. En mér fannst það rétt fyrir mig að leita að nýju verkefni og nýrri áskorun," segir Shaina en hún heillaðist af Víkingsliðinu á síðasta tímabili.

„Það er mikill meðbyr í kringum Víking og ég kann mikið að meta John og Kristó sem þjálfara og sem manneskjur. Ég sá hversu mikið þeir meta liðið sitt og það spilaði stóran þátt í minni ákvörðun."

„Planið var ekki endilega að fara frá FH og í annað félag á Íslandi. Ég ætlaði að sjá hvað myndi gerast en ég á nokkrar vinkonur í Víkingi og sendi þeim skilaboð síðasta sumar þar sem ég óskaði þeim til hamingju með árangurinn. Ég horfði á þær í bikarúrslitaleiknum þar sem þær spiluðu mjög vel. Það var virkilega eftirtektarvert."

Hvað kemur hún með í lið Víkinga?

„Ég tel mig koma inn með leiðtogahæfileika. Ég vil skora mörk og skapa tækifæri. Ég kem inn með baráttu og ég er líka góð að lesa leikinn. FH spilaði mjög vel á síðasta tímabili en mér fannst ég stundum geta breytt leikjum og hjálpað liðinu að stjórna leikjum betur," segir Shaina.

Tilbúin eftir erfið meiðsli
Shaina fótbrotnaði í september á síðasta ári en það styttist í endurkomu hennar út á völlinn. Hún er byrjuð að æfa með Víkingum og er spennt að snúa aftur.

„Þegar ég meiddist fyrst þá var það eins og dómsdagur. Eftir það þó setti ég bara hausinn niður og fór að vinna í því að koma til baka. Ég var staðráðin í að koma sterk til baka. Ég held að fólk sé smá hissa á því hversu hratt ég hef komið til baka, en ég er stolt að hafa gert það á hraða sem mun ekki hindra frammistöðu mína. Ég er ekki að flýta mér. Það hefur verið hugsað vel um mig og ég hef verið mjög heppin með sjúkraþjálfara," segir Shaina en hún hefur unnið í mikið meiðslunum hér á Íslandi.

„Ég er tilbúin, mér finnst ég vera tilbúin. Ég þarf að byggja mig upp í að spila 90 mínútur. Ég er ekki alveg þar núna en ég verð þar fyrir fyrsta leikinn í Íslandsmótinu."

Eins og áður kemur fram þá hefur Shaina spilað hér á landi frá 2021 en henni líkar lífið vel hér á Íslandi.

„Hvar er ströndin?" sagði Shaina létt. „Ísland, þið losnið ekkert við mig. Ég elska menninguna hérna og er farin að skilja tungumálið. Það væri sóun að fara núna eftir að hafa kynnst öllu hérna. Deildin er sterk og ég á góða vini hérna. Lífið er gott hérna."

Shaina segir að stefnan sé að fylgja eftir frábæru tímabili í fyrra með því að gera enn betur í ár. Ef það gerist, þá verður það frábært fyrir nýliða Víkings.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner