Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 22. nóvember 2020 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Andri Fannar og Ísak „undrabörn" í Football Manager
Andri Fannar leikur með Bologna á Ítalíu.
Andri Fannar leikur með Bologna á Ítalíu.
Mynd: Getty Images
Nýjasta útgáfan af tölvuleiknum Football Manager kemur út á þriðjudag.

Í leiknum setur spilarinn sig í spor knattspyrnustjóra í hinum stóra heimi fótboltans. Leikurinn er mjög ítarlegur og kafað er djúpt ofan í hlutina.

Vefsíðan FM Scout hefur nú þegar gefið út lista yfir „undrabörnin (e. wonderkids)" í leiknum. Á listanum eru tveir íslenskir leikmenn og eru þeir báðir miðjumenn.

Það eru þeir Andri Fannar Baldursson og Ísak Bergmann Jóhannesson. Andri leikur með Bologna á Ítalíu og Ísak með Norrköping í Svíþjóð. Þeir léku báðir sína fyrstu A-landsleiki á þessu ári, en Ísak er 17 ára og Andri 18 ára.

Samkvæmt útreikningum FM Scout verða þeir báðir frábærir leikmenn fyrir ensku úrvalsdeildina eftir því sem líður á leikinn, og ef knattspyrnustjórar halda rétt á spöðunum hvað varðar þróun þeirra.

Á listann komast bara leikmenn sem eru tvítugir og yngri. Yngstu leikmennirnir á listanum eru 15 ára.
Athugasemdir
banner
banner