Chelsea gæti gert tilboð í Garnacho - Man City vill Cambiaso - Dortmund dregur sig úr baráttunni um Rashford
   mán 22. nóvember 2021 15:45
Elvar Geir Magnússon
Allt sauð upp úr þegar Þorleifur gerði grín að markverðinum
Mynd: Duke
Þorleifur Úlfarsson, leikmaður Duke í bandaríska háskólaboltanum, gerði allt vitlaust í leik sem hann spilaði um helgina gegn UCLA.

Hann gerði grín að markverði UCLA eftir að Duke hafði skorað og hermdi eftir tilraun hans til að verja boltann. Það fór illa í markvörðinn og samherja hans.

Einn leikmaður réðist að Þorleifi og hrinti honum harkalega niður í jörðina. Allt sauð upp úr eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan.

Þorleifur er uppalinn hjá Breiðabliki og spilaði einn leik fyrir liðið í Pepsi Max-deildinni á liðnu tímabili. Hann hefur verið að spila vel í bandaríska háskólaboltanum og félög í MLS-deildinni hafa sýnt honum áhuga.


Athugasemdir
banner