Chelsea er á höttunum eftir Arsen Zakharyan, 19 ára miðjumanni Dynamo Moskvu, og hefur náð munnlegu samkomulagi við táninginn um kaup og kjör.
Dynamo vill þó ekki selja ungstirnið sitt ódýrt en það hjálpar Chelsea að Zakharyan rennur út á samningi eftir eitt og hálft ár.
Fabrizio Romano greinir frá því að samræðum Chelsea og Dynamo miðar vel og að Chelsea búist við að ganga frá kaupum á leikmanninum fyrir næsta sumar.
Zakharyan á 6 landsleiki að baki fyrir Rússland þrátt fyrir ungan aldur eftir að hafa verið lykilmaður upp yngri landsliðin.
Athugasemdir