Bruno vill ekki fara frá Man Utd - Enzo Fernandez orðaður við PSG - Atletico vill Gomes
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
   fim 15. janúar 2026 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
'Mér fannst kominn tími til að prófa eitthvað nýtt'
'Mér fannst kominn tími til að prófa eitthvað nýtt'
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Steinke
Skoraði tvö mörk og lagði upp fimm tímabilið 2025 í Bestu deildinni.
Skoraði tvö mörk og lagði upp fimm tímabilið 2025 í Bestu deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Það er aðeins meiri fagmennska í kringum allt'
'Það er aðeins meiri fagmennska í kringum allt'
Mynd: Valur
„Ég er búinn að eiga langt og gott frí heima í Noregi og það er gaman að byrja loksins. Það er munur á Val og KA, allt fyrir æfingar og svona, það er aðeins meiri fagmennska í kringum allt," segir Ingimar Torbjörnsson Stöle sem var tilkynntur sem nýr leikmaður Vals snemma á árinu. Hann kemur til félagsins eftir þrjú tímabil með KA.

Hann vildi breyta til, ræddi við tæknilegan ráðgjafa Vals, Gareth Owen, sem seldi honum verkefnið hjá Val. Hann var með fleiri kosti, þar á meðal tvo kosti í neðri hluta norsku úrvalsdeildarinnar, en leist best á Val.

Kitlaði að fara aftur til Noregs?

„Já já, ég er alveg norskur og allt það, en mér líður vel á Íslandi og var mjög ánægður að fá þetta tilboð."

„Ég átti mjög góðan tíma fyrir norðan, en mér fannst kominn tími til að prófa eitthvað nýtt. Strákarnir voru skemmtilegir og þjálfarinn, en ég vildi prófa eitthvað nýtt."


Ingimar er uppalinn í Stavanger í Noregi. Hann fór upp yngri flokkana hjá Viking sem varð norskur meistari á liðnu ári. Hann kom svo til Íslands fyrir tímabilið 2023 þar sem hann sá ekki fyrir sér að fá tækifæri með Viking. En hver er munurinn á því að búa á Íslandi og í Stavanger?

„Það er aðeins heitara í Noregi á sumrin, en Stavanger er svipuð borg og Reykjavík, búa um 180 þúsund manns."

Ingimar lítur á sig sem meiri Norðmann en Íslending.

„Ég er blanda, en fyrst og fremst Norðmaður, fæddur og uppalinn þar. Mamma er íslensk og ég á fjölskyldu hér á landi."

„Það stendur sums staðar að ég sé uppalinn í Fjölni, en það er ekki alveg rétt. Ég æfði alltaf með yngri flokkum Fjölnis þegar ég átti sumarfrí í skólanum í Noregi."


Honum finnst bæði gaman að spila bakvörð og á kantinum. „Mér finnst gaman að spila bæði, veit ekki hver mín besta staða er, bara það sem hentar liðinu best. Ég endaði á að vera á kantinum í fyrra með KA og mér fannst ég gera ágætlega þar. Við vorum flottir sóknarlega, náðum að skora aðeins fleiri mörk og tengdum vel saman; ég, Jóan, Grímsi og Birnir. Það gekk mjög vel á kantinum."

Ingimar er spenntur fyrir komandi tímabili hjá Val. „Þetta er mjög spennandi, ég er peppaður og held að við getum gert góða hluti. Mig langar bara að vinna, vinna eitthvað, deild, bikar og fara langt í Evrópu. Fyrsta markmiðið er að komast inn í liðið, það eru mjög góðir leikmenn í Val, breiður hópur og ég þarf að gera allt sem ég get til að komast inn í liðið."

Ingimar er fæddur árið 2004 og á að baki þrjá leiki fyrir yngri landsliðin. Hann er gjaldgengur í U21 landsliðið og segir að það sé á markmiðalistanum að komast aftur inn í U21 hópinn.

„Ég er með það sem markmið," segir Ingimar.

Viðtalið í heild sinni má nálgast í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner