Bruno vill ekki fara frá Man Utd - Enzo Fernandez orðaður við PSG - Atletico vill Gomes
   fim 15. janúar 2026 12:00
Elvar Geir Magnússon
Byrjaðir í leitinni að næsta stjóra - Klopp efstur á óskalistanum
Alvaro Arbeloa fer ekki vel af stað.
Alvaro Arbeloa fer ekki vel af stað.
Mynd: EPA
Jurgen Klopp, fyrrum stjóri Liverpool.
Jurgen Klopp, fyrrum stjóri Liverpool.
Mynd: EPA
Real Madrid er byrjað að leita að næsta stjóra þrátt fyrir að hafa ráðið Alvaro Arbeloa á mánudaginn, eftir að Xabi Alonsoi var rekinn.

Arbeloa átti hörmulega byrjun í starfi en Real tapaði gegn B-deildarliði í bikarnum. Þetta er annar titillinn sem flýgur frá Madrídarliðinu á aðeins fjórum dögum.

Arneloa ákvað að hvíla Jude Bellingham, Kylian Mbappe og Aurelien Tchouameni í leiknum gegn Albacete og fékk það illilega í bakið.

Cadena SER segir að Real Madrid sé þegar farið að hlera stjóra um að taka við. Arbeloa er hugsaður sem bráðabirgðastjóri en búist er við því að hann klári tímabilið að minnsta kosti.

Arbeloa gaf loðin svör þegar hann var spurður að því hvort hann væri bráðabirgðastjóri eða ráðinn til frambúðar. Hann sagði að hann yrði í starfinu þar til Real Madrid myndi segja honum annað.

Ekki er ljóst hverjir eru efstir á blaði hjá Real Madrid í stjóraleitinn. Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hefur verið nefndur en hann hefur þegar talað það niður að hann taki að sér starfið.

Íþróttafréttamaðurinn virti Florian Plettenberg hjá Sky Sports í Þýskalandi segist þó hafa heimildir fyrir því að Klopp myndi velta því alvarlega fyrir sér að taka við Real Madrid ef honum stendur það til boða.


Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 19 16 1 2 53 20 +33 49
2 Real Madrid 19 14 3 2 41 17 +24 45
3 Villarreal 18 13 2 3 37 17 +20 41
4 Atletico Madrid 19 11 5 3 34 17 +17 38
5 Espanyol 19 10 4 5 23 20 +3 34
6 Betis 19 7 8 4 31 25 +6 29
7 Celta 19 7 8 4 25 20 +5 29
8 Athletic 19 7 3 9 17 25 -8 24
9 Elche 19 5 8 6 25 24 +1 23
10 Vallecano 19 5 7 7 16 22 -6 22
11 Real Sociedad 19 5 6 8 24 27 -3 21
12 Getafe 19 6 3 10 15 25 -10 21
13 Girona 19 5 6 8 18 34 -16 21
14 Sevilla 19 6 2 11 24 30 -6 20
15 Osasuna 19 5 4 10 18 22 -4 19
16 Alaves 19 5 4 10 16 24 -8 19
17 Mallorca 19 4 6 9 21 28 -7 18
18 Valencia 19 3 8 8 18 31 -13 17
19 Levante 18 3 5 10 21 30 -9 14
20 Oviedo 19 2 7 10 9 28 -19 13
Athugasemdir
banner
banner