Orri Sveinn Stefánsson er þessa dagana orðaður í burtu frá Fylki en liðið féll úr Bestu deildinni í sumar.
Hann var orðaður við ÍA í hlaðvarpsþættinum Gula Spjaldið og hefur einnig verið orðaður við Aftureldingu og HK.
Hann var orðaður við ÍA í hlaðvarpsþættinum Gula Spjaldið og hefur einnig verið orðaður við Aftureldingu og HK.
Orri er með lausan samning hjá Fylki en hann hefur verið lykilmaður liðsins síðustu ár. Hann er 28 ára og er uppalinn hjá Fylki.
Hann lék sinn fyrsta meistaraflokksleik með Elliða, venslaliði Fylkis, sumarið 2013 og lék svo á láni með Hugin tímabilin 2015 og 2016.
Hann skoraði þrjú mörk í 24 leikjum í Bestu deildinni í sumar. Alls hefur hann spilað 216 leiki í deild og bikar á sínum ferli og skorað 22 mörk.
Athugasemdir