Tilboð væntanlegt í Ederson - Man Utd hefur rætt við Frank og Pochettino - Frank, Maresca, McKenna og De Zerbi á blaði Chelsea
   fös 22. desember 2017 06:00
Auglýsingar
Mikil aðsókn í íslenskan fótboltaskóla á Spáni
Mynd: Aðsend
Mynd: Aðsend
Mynd: Pinatar Arena Football Center
Mynd: Pinatar Arena Football Center
Mikil aðsókn hefur verið í íslenskan knattspyrnuskóla sem fer fram á Spáni næsta sumar en eftir að hafa verið í sölu í mánuð er þegar búið að selja helming sæta. Skólinn tekur 36 útileikmenn og 6 markmenn.

Jón Ólafur Daníelsson er einn af þjálfurum Íslenska knattspyrnuskólans á Spáni en Jón Óli er einn reynslumesti þjálfari landsins og hefur þjálfað börn, unglinga og meistaraflokka karla og kvenna ásamt því að hafa þjálfað kvennalandslið Íslands U-17 ára. Jón Óli er nú í þjálfarateymi mfl.karla hjá ÍBV

„Íslenskur fótbolti hefur vakið þvílíka athygli út um allan heim og menn hafa spurt sig 'Hvað veldur þessum framförum íslensks knattspyrnufólks'?" segir Jón Óli aðspurður afhverju farið sé af stað með íslenskan fótboltaskóila á Spáni.

„Flestir sem þekkja til hérlendis eru sammála um að aðalástæðurnar séu tvær; Bylting í aðstöðu annars vegar og svo þjálfun hins vegar. Hvað menntun þjálfara varðar þá er almennt álitið að Ísland sé þar í fararbroddi," bætti hann við.

„Þannig að svarið við þessarri spurningu er einfalt : Íslenskur skóli fyrir stelpur og stráka á suður Spáni, þar sem allar aðstæður eru alltaf frábærar og velmenntaðir frábærir íslenskir þjálfarar, sem koma öllu til skila á einfaldan og skýran hátt - er leið til árangurs."

Hvenær byrjaði þetta?
„Skólinn fór í loftið sumarið 2016. Þetta tókst rosalega vel - 5 þjálfarar - allir með mikla reynslu af þjálfun og alvanur spænskumælandi fararstjóri, sem skiptir miklu máli. Allir í hörkuvinnu alla daga, æft 2 svar á dag ásamt allskonar fyrirlestrum á kvöldin fyrir. Þar fyrir utan var hópeflisafþreying. En allir nutu þess alveg í botn, fóru þreyttir en sáttir á koddann hvert einasta kvöld. Viðbrögð krakkanna voru líka til fyrirmyndar og ekki hægt að segja annað en að skólinn hafi slegið í gegn."

„Aðstaðan þarna er auðvitað annar lykilþátta, hún er frábær og getur vart verið betri. Pinatar Arena,æfingamiðstöðin á suður Spáni, var byggð 2013 með þarfir knattspyrnufólks í huga. Þangað koma lið hvaðanæfa að til að undirbúa sitt tímabil. 6 frábærir grasvellir,fótboltatennisvellir og allur aðbúnaður annar, eins og best verður á kosið."

„Svo er það þannig að þegar mikið er æft þá er hvíldin og næringin mikilvæg. Gistingin, matur og annar aðbúnaður er því eins og við viljum hafa hann ; 4* hótel og öll aðstaða þar eins og best verður á kosið. Ekki bara til að hvíla sig og næra, heldur líka fyrir fundi og afþreyingu."

„Svo má auðvitað ekki gleyma því að þó að þetta sé krefjandi þá verður að vera gaman. Þjálfunin er einstaklingsbundin en fótbolti er hópíþrótt og ýmislegt er gert til að efla einstaklinginn í hópnum."


Er skólinn kominn til að vera?
„Það er ekki nokkur spurning. Skólinn verður á sínum stað sumarið 2018 og hefur dagsetningin 29.júlí verið valin fyrir skólann. Nokkrir þættir ráða því vali : Að geta tekið þátt í Rey cup og farið síðan í skólann. Svo er hitt að Verslunarmannahelgi er varla mikið betur varið en að vera í svona skóla og jafnvel framlengt dvölina og sameinað fríi áður en skólinn byrjar aftur. Að síðustu eru spænskir jafnaldrar farnir að æfa aftur eftir sumarfrí sem tryggir skólanum leiki við þá."

Samvinna við Real Murcia.
Sumarið 2018 verður í fyrsta skipti samvinna við Real Murcia. Spánverjar eru þekktir fyrir frábæra unglingaþjálfun og skilað öðrum þjóðum fremur - frábærum knattspyrnumönnum. Það verður því fróðlegt að sjá hvað þeir leggja mesta áherslu á í unglingaþjálfun er þeir heimsækja skólann."

Smelltu hér til að fara á Facebook síðu skólans
Athugasemdir
banner
banner