Kantmaðurinn Kjartan Kári Halldórsson er undir smásjá Víkings samkvæmt heimildum útvarpsþáttarins Fótbolti.net.
„Hann yrði fullkominn staðgengill fyrir Ara Sigurpálsson," segir Tómas Þór Þórðarson í þættinum en mjög líklegt er að Ari verði seldur út í atvinnumennsku. Þá er mögulegt að Danijel Djuric verði einnig seldur.
Fjárhagsstaða FH er slæm eins og fjallað hefur verið um og sagt í þættinum að félagið skuldi Kjartani launagreiðslur. Það ætti að auka möguleika Víkings á að krækja í Kjartan.
Kjartan, sem er 21 árs, átti flott tímabil með FH og á dögunum var fjallað um áhuga frá Búlgaríu á honum.
Þá var í þættinum sagt að góðar líkur væru á því að Galdur Guðmundsson færi í Víking en þessi átján ára leikmaður hefur verið hjá FCK í Danmörku undanfarin ár. Galdur er uppalinn í Breiðabliki og vill Kópavogsfélagið fá hann, þá hefur hann verið orðaður við KR.
Athugasemdir