Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
banner
   lau 23. janúar 2021 19:30
Victor Pálsson
Spánn: Frábær endurkoma Real Betis
Real Sociedad 2 - 2 Real Betis
1-0 Alexander Isak('48)
2-0 Mikel Oyarzabal('57)
2-1 Sergio Canales('86)
2-2 Joaquin('92)

Real Betis bauð upp á frábæra endurkomu í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld er liðið mætti Real Sociedad í hörkuleik.

Fyrri hálfleikurinn í kvöld var rólegur en fyrsta markið skoraði Alexander Isak fyrir Sociedad snemma í þeim seinni

Ekki löngu seinna skoraði Mikel Oyarzabal annað mark fyrir heimamenn og staðan orðin 2-0, ansi björt fyrir heimaliðið.

Betis gafst þó ekki upp og skoraði tvö mörk undir lokin til að tryggja jafntefli og dýrmætt stig.

Sergio Canales gerði það fyrra þegar fjórar mínutur voru eftir og í uppbótartíma jafnaði reynsluboltinn Joaquin metin.

Sociedad er í sjötta sæti deildarinnar með 31 stig og er Betis í því áttunda með 27.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 12 10 1 1 26 10 +16 31
2 Barcelona 12 9 1 2 32 15 +17 28
3 Villarreal 12 8 2 2 24 10 +14 26
4 Atletico Madrid 12 7 4 1 24 11 +13 25
5 Betis 12 5 5 2 19 13 +6 20
6 Espanyol 12 5 3 4 15 15 0 18
7 Athletic 12 5 2 5 12 13 -1 17
8 Getafe 12 5 2 5 12 14 -2 17
9 Sevilla 12 5 1 6 18 19 -1 16
10 Alaves 12 4 3 5 11 11 0 15
11 Elche 12 3 6 3 13 14 -1 15
12 Vallecano 12 4 3 5 12 14 -2 15
13 Celta 12 2 7 3 15 18 -3 13
14 Real Sociedad 12 3 4 5 14 17 -3 13
15 Mallorca 12 3 3 6 12 18 -6 12
16 Osasuna 12 3 2 7 9 13 -4 11
17 Valencia 12 2 4 6 11 21 -10 10
18 Girona 12 2 4 6 11 24 -13 10
19 Levante 12 2 3 7 16 23 -7 9
20 Oviedo 12 2 2 8 7 20 -13 8
Athugasemdir
banner
banner