Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 23. janúar 2023 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Magðalena í Aftureldingu (Staðfest)
Mynd: UMFA
Magðalena Ólafsdóttir mun leika með Aftureldingu næstu tvö árin en þetta tilkynnti félagið á samfélagsmiðlum í gær.

Magðalena er fædd árið 2000 og uppalin í KA en hún spilaði með Þór/KA og Hömrunum áður en hún hélt til Fram árið 2020.

Hún var valin besti leikmaður Fram það árið en skipti síðan yfir í HK eftir tímabilið.

Einnig hefur hún spilað með Forfar í Skotlandi en nú er hún gengin í raðir Aftureldingar og verður þar næstu tvö tímabilin.

„Ég er bara ótrúlega ánægður, Magðalena er virkilega spennandi leikmaður sem býr yfir góðum leikskilning, hún er kraftmikil sem hentar okkar pressu leikstíl og þá er hún mikill leiðtogi sem sýnir sig að hún hefur borið fyrirliðabandið í öllum liðum sem hún hefur spilað fyrir,“ sagði Alexander Aron Davorsson, þjálfari Aftureldingar.

Afturelding hafnaði í neðsta sæti Bestu deildarinnar á síðasta tímabili og mun því spila í Lengjudeildinni á komandi leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner