Rashford, Sesko, Walker, Garnacho, Vlahovic, Cunha, Pogba, Dorgu og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 23. janúar 2025 13:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
U17: Stelpurnar sigruðu Portúgal - Sjáðu mörkin
Mynd: KSÍ
Ísland 2 - 1 Portúgal
0-1 Francisca Castro ('21)
1-1 Rebekka Sif Brynjarsdóttir ('60)
2-1 Elísa Bríet Björnsdóttir ('88)

U17 ára landslið kvenna vann í gær 2-1 sigur á Portúgal í fyrsta leik sínum á æfingamóti sem fer fram í Portúgal. Ísland lenti 0-1 undir í leiknum en í seinni hálfleik skoruðu þær íslensku tvö mörk og unnu endurkomusigur. Sigurmarkið kom undir lok leiksins.

Rebekka Sif skoraði jöfnunarmarkið eftir um klukkutíma leik þegar hún fylgdi á eftir skoti fyrirliðans Sunnu Rúnar Sigurðardóttur. Elísa Bríet skoraði svo sigurmarkið með góðu skoti eftir fyrirgjöf frá Elísu Birtu Káradóttur en þær báðar komu inn sem varamenn í leiknum.

Næsti leikur Íslands verður gegn Danmörku á laugardag og svo mætir liðið Wales á þriðjudag.

Athugasemdir
banner
banner
banner