Rashford, Sesko, Walker, Garnacho, Vlahovic, Cunha, Pogba, Dorgu og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 23. janúar 2025 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Vinicius kominn með rúmlega hundrað mörk - „Ánægðasti maður í heimi"
Mynd: EPA
Vinicius Junior, leikmaður Real Madrid, er búinn að skora 101 mark fyrir Real Madrid en hann skoraði tvö mörk í öruggum 5-1 sigri gegn RB Salzburg í gær.

Rodrygo sá um að koma Real í 2-0 og Kylian Mbappe bætti þriðja markinu við áður en Vinicius skoraði tvö síðustu mörkin.

„101 mark með draumaliðinu mínu. Ég kom hingað sem barn og að komast í sögubækurnar hjá þessu félagi gerir mig að ánægðasta manni í heimi," sagði Vinicius.

„Ég vil þakka öllum liðsfélögunum fyrir að hjálpa mér að ná þessum áfanga. Hala Madrid."
Athugasemdir
banner
banner