Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
   þri 23. apríl 2024 07:30
Hafliði Breiðfjörð
Nokkrar vikur í að Katrín Ásbjörnsdóttir spili með Blikum - Olla kemur í maí
Katrín verður frá keppni næstu vikurnar.
Katrín verður frá keppni næstu vikurnar.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Hún meiddist á hné fyrir 4-5 vikum síðan og er í bata. Það eru enn nokkrar vikur í að hún taki fullan þátt," sagði Nik Chamberlain þjálfari Breiðabliks eftir 3 - 0 sigur á Keflavík í gærkvöldi.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 Keflavík

Nokkrar vikur í að Katrín spili með Blikum - Olla kemur í maí


Vigdís Lilja Kristjánsdóttir spilaði í framlínunni og skoraði tvö mörk en auk þess er Birta Georgsdóttir að spila frammi.

„Ef Vigdís er enn að skora og Birta er að skora þegar hún snýrt aftur þá þarf hún að sanna sig og slá þær út en það er góður hausverkur fyrir mig að þær séu allar að berjast um stöðurnar."

Auk þeirra er Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, Olla, framherji hjá Breiðabliki en hún stundar nú nám við Harvard háskólann í Bandaríkjunum. Hvenær er von á henni?

„Olla snýr aftur í byrjun maí. Hún kíkti á okkur þegar hún var með landsliðinu um daginn en hún kemur svo aftur í maí."

Írena Héðinsdóttir Gonzalez og Hildur Þóra Hákonardóttir eru líka með Ollu í Harvard og snúa aftur í maí.
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner