Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
   sun 23. júní 2024 07:30
Sölvi Haraldsson
Wharton: Ég get fyllt skarð Kalvin Phillips
Mynd: Getty Images

Adam Wharton hefur sagt að hann geti fyllt skarð Kalvin Phillips í enska landsliðinu. Trent Alexander-Arnold hefur byrjað Evrópumótið á miðjunni sem Southgate kallar sjálfur tilraun. 


Adam Wharton sem gekk í raðir Crystal Palace í febrúar frá Blackburn Rovers er einn af þeim ensku miðjumönnum í landsliðshópnum sem gæti komið til með að spila með Declan Rice á miðsvæðinu í næsta leik. 

„Ég er með þá trú að sama hver, hvar eða hvenær ég er að spila fótbolta, að þá get ég alltaf haft áhrif á leikinn.“ sagði Wharton

„Ef ég taldi mig ekki getað spilað hérna, afhverju er ég þá hérna? Ég horfi á þetta þannig að ég get haf áhrif á alla leiki sem ég tek þátt í og ég ætla að sjá til þess ef ég fær kallið og er beðin um að hjálpa liðinu.“

Kalvin Phillips hefur spilað stórt hlutverk í gegnum tíðina fyrir Southgate í enska landsliðinu en eftir að Phillips fór til Manchester City hefur hann átt í erfiðleikum með að halda sér í góðu leikstandi og þ.a.l. hefur hann dottið úr enska landsliðshópnum.

Eftir 1-1 jafnteflið gegn Dönum sagði Gareth Southgate að enska landsliðið væri ekki búið að finna maninn sem gæti fyllt skarðið hans Kalvik Phillips í landsliðinu. Adam Wharton segist getað verið sá sem fyllir í það skarð.

„Ég get fyllt skarð Kalvin Phillips. Ef þú lítur til baka á seinasta Evrópumót þá komst England í úrslitaleikinn og Kalvin Phillips var einn besti leikmaður enska liðsins. Ég hef ekki séð hann spila mikið undanfarið en mig grunar að við séum með svipaðan leikstíl. En svo aftur á móti er hann líklega betri en ég í einhverju og ég betri en hann í einhverju.“ bætti hinn tvítugi Adam Wharton síðan við að lokum.

Næsti leikur Englands er þriðjudaginn næstkomandi gegn Slóvenum.


Athugasemdir
banner
banner
banner