Guehi vill fara til Liverpool - Viðræður við Gordon ganga illa - Man Utd skoðar stjóra
   fös 21. júní 2024 11:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Furðuleg afsökun Southgate vekur athygli
Gareth Southgate.
Gareth Southgate.
Mynd: EPA
Englendingar hafa fengið mikla gagnrýni eftir afar dapra frammistöðu gegn Danmörku á Evrópumótinu í gær.

Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, fær harða gagnrýni fyrir að vera of varfærinn í sinni nálgun og margir sparkspekingar tala um að hann sé augljóslega ekki að ná því besta út úr hæfileikaríkum leikmönnum enska liðsins.

Miðjan hefur verið eitt helsta vandamál enska liðsins en Southgate fór í viðtal eftir leikinn í gær og talaði um að liðið saknaði Kalvin Phillips.

Phillips var áður fastamaður í enska landsliðinu en ferill hans hefur farið í vaskinn á síðustu árum. Hann fór til Manchester City en fékk lítið sem ekkert að spila þar, og svo var hann afar slakur með West Ham á láni þar eftir áramót.

„Við erum að prófa okkur áfram. Við erum ekki með náttúrulegan staðgengil fyrir Kalvin Phillips. Í augnablikinu er flæðið ekki eins og við viljum hafa það," sagði Southgate.

Þessi ummæli Southgate hafa fallið í grýttan jarðveg ef svo má segja. Hann er með marga af bestu leikmönnum heims í liðinu sínu en er ekki að ná því besta frá þeim.







Athugasemdir
banner
banner
banner