Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   fös 23. ágúst 2024 10:00
Elvar Geir Magnússon
Sjáðu mörkin sem HK hetjurnar úr 4. deildinni skoruðu gegn KR
Atli Þór Jónasson skoraði sigurmarkið gegn KR.
Atli Þór Jónasson skoraði sigurmarkið gegn KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eiður Gauti kom frá Ými í apríl.
Eiður Gauti kom frá Ými í apríl.
Mynd: Ýmir
Atli í leik með Hamri fyrir nokkrum árum.
Atli í leik með Hamri fyrir nokkrum árum.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Hugaðir HK-ingar unnu magnaðan 3-2 endurkomusigur í fallbaráttuslag gegn KR í Bestu deildinni í gær. Athyglisvert er að markaskorar HK mættust í 4. deildinni fyrir tveimur árum og Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, var þá í stúkunni.

„Ég sit í stúkunni árið 2022 og þeir eru að mætast í 4. deildinni (með Ými og Hamri) og þeir skora svo mörkin sem verður til þess að HK vinnur KR í efstu deild tveimur árum seinna," sagði Ómar í viðtali eftir leikinn magnaða í gær.

Lestu um leikinn: HK 3 -  2 KR

Ómar vitnar þar í leik Ýmis og Hamars frá Hveragerði í júní 2022 sem endaði með 2-2 jafntefli. Samkvæmt skýrslu KSÍ sáu 35 áhorfendur þegar Atli Þór Jónasson kom Hamri tveimur mörkum yfir. Eiður Gauti Sæbjörnsson og félagar í Ými, sem er venslafélag HK, komu til baka og náðu stigi í Kórnum.

Loksins kom hann
Í gær voru þeir hetjur HK á sama velli. Eiður, sem er 25 ára, skoraði tvívegis í sigrinum mikilvæga gegn KR og Atli, sem er 22 ára, gerði sigurmarkið. Atli er á sínu öðru tímabili hjá Kópavogsfélaginu en Eiður skipti yfir frá Ými í apríl en hann átti leiki að baki með HK í 1. deildinni frá yngri árum.

„Loksins kom hann," segir Ómar um Eið. „Við höfum reynt áður að fá hann yfir en loksins var hann tilbúinn. Ég hef lengi vitað hversu góður hann er. Frábært fyrir hann að vera að koma til baka eftir erfið meiðsli. Hann kemur úr mikilli KR fjölskyldu og ég held að þetta sé ótrúlega dýrmætt fyrir hann"




Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 15 4 3 56 - 23 +33 49
2.    Breiðablik 22 15 4 3 53 - 28 +25 49
3.    Valur 22 11 5 6 53 - 33 +20 38
4.    ÍA 22 10 4 8 41 - 31 +10 34
5.    Stjarnan 22 10 4 8 40 - 35 +5 34
6.    FH 22 9 6 7 39 - 38 +1 33
7.    Fram 22 7 6 9 31 - 32 -1 27
8.    KA 22 7 6 9 32 - 38 -6 27
9.    KR 22 5 6 11 35 - 46 -11 21
10.    HK 22 6 2 14 26 - 56 -30 20
11.    Vestri 22 4 6 12 22 - 43 -21 18
12.    Fylkir 22 4 5 13 26 - 51 -25 17
Athugasemdir
banner
banner
banner