HK lagði KR af velli fyrr í kvöld í mögnuðum leik. Leikar enduðu 3-2 en HK komu til baka úr 0-2 stöðu. Eiður Gauti Sæbjörnsson skoraði tvö fyrstu mörk HK. Eiður kom í viðtal eftir leik.
Lestu um leikinn: HK 3 - 2 KR
„Ég er algjörlega í skýjunum, þetta er besta tilfinning í heimi. Að vera 2-0 undir og koma til baka og setja tvö á móti fjölskylduklúbbnum."
Eiður Gauti kom frá Ými í HK. Ómar Ingi hafði reynt að ná í hann í nokkurn tíma.
„Fótboltinn tekur mikinn tíma, þetta er svaka skuldbinding að vera í þessu sporti. Ég er búinn að vera í öðru en svo kom símtalið og ég hugsaði að þetta yrði síðasti séns til að vaða á Bestu-deildina þannig ég ákvað að hoppa á þetta.
Ég gæti ekki verið sáttari með þessa ákvörðun."
„Ég held að þessi sigur hafi gert gríðarlega mikið fyrir okkur, langt síðan við unnum síðast. Að vita að við getum þetta og trúin sé til staðar það er gríðarlega mikilvægt fyrir framhaldið."
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir