HK fékk KR í heimsókn fyrr í kvöld. Leikar enduðu 3-2 fyrir HK í hreint út sagt mögnuðum leik. Ómar Ingi, þjálfari HK mætti í viðtal eftir leik.
Lestu um leikinn: HK 3 - 2 KR
„Ótrúlega stoltur af leikmönnum og þeim ákvörðunum sem þeir tóku í leiknum. Hvernig þeir tóku ábyrgð á erfiðum hlutverkum."
„Leikmennirnir voru á einu máli um það að í seinni hálfleik skildum við fara hátt upp á völlinn og við gætum, pressað þá af mikilli ákefð og það heldur betur borgaði sig."
Eiður Gauti og Atli Þór skoruðu bæði mörk HK í dag.
„Ég sit í stúkunni árið 2022 og þeir eru að mætast í 4. deildinni (með Ými og Hamri) og þeir skora svo mörkin sem verður til þess að HK vinnur KR í efstu deild tveimur árum seinna."
HK var í botnsæti deildarinnar fyrir leik.
„Ef að botninn yrði það sem menn þyrftu að spyrna sér frá þá skildum við gera það almennilega.
Menn sýndu sannarlega hvað þeim langar að gera. Nú er mikilvægt að við höldum þeim standard í ábyrgð og ákefð áfram."
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Víkingur R. | 22 | 15 | 4 | 3 | 56 - 23 | +33 | 49 |
2. Breiðablik | 22 | 15 | 4 | 3 | 53 - 28 | +25 | 49 |
3. Valur | 22 | 11 | 5 | 6 | 53 - 33 | +20 | 38 |
4. ÍA | 22 | 10 | 4 | 8 | 41 - 31 | +10 | 34 |
5. Stjarnan | 22 | 10 | 4 | 8 | 40 - 35 | +5 | 34 |
6. FH | 22 | 9 | 6 | 7 | 39 - 38 | +1 | 33 |
7. Fram | 22 | 7 | 6 | 9 | 31 - 32 | -1 | 27 |
8. KA | 22 | 7 | 6 | 9 | 32 - 38 | -6 | 27 |
9. KR | 22 | 5 | 6 | 11 | 35 - 46 | -11 | 21 |
10. HK | 22 | 6 | 2 | 14 | 26 - 56 | -30 | 20 |
11. Vestri | 22 | 4 | 6 | 12 | 22 - 43 | -21 | 18 |
12. Fylkir | 22 | 4 | 5 | 13 | 26 - 51 | -25 | 17 |
Athugasemdir