Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 23. september 2020 19:12
Ívan Guðjón Baldursson
Padova áfram í bikarnum - Excelsior tapaði á heimavelli
Mynd: Getty Images
Emil Hallfreðsson var ekki í leikmannahópi Padova sem lagði Breno að velli í ítalska bikarnum og komst þannig í næstu umferð.

Padova vann leikinn 2-0 á heimavelli og mætir Frosinone í næstu umferð. Sigurvegarinn þar á svo leik við Fiorentina í 64-liða úrslitum.

Annars gerðist lítið marktækt í ítalska bikarnum. Piacenza og Livorno féllu óvænt úr leik en liðin úr efstu deild koma seinna inn í bikarkeppnina.

Í Hollandi var Elías Már Ómarsson í byrjunarliði Excelsior en tókst ekki að skora í tapi á heimavelli gegn Telstar.

Þetta kemur á óvart þar sem Elías Már hefur verið funheitur í síðustu leikjum með Excelsior og er búinn að gera sjö mörk í fjórum fyrstu leikjum deildartímabilsins.

Excelsior er með sex stig eftir fjórar umferðir í hollensku B-deildinni.

Padova 2 - 0 Breno
1-0 C. Santini ('13)
2-0 Ronaldo ('74)

Excelsior 1 - 2 Telstar
1-0 J. Zwarts ('46)
1-1 S. Van Doorm ('69)
1-2 Y. Liesdek ('95)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner