Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 23. nóvember 2020 15:07
Elvar Geir Magnússon
Bretar leyfa áhorfendur í næstu viku - 4 þúsund manna hámarksfjöldi
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands.
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands.
Mynd: Getty Images
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, mun í dag tilkynna að áhorfendur verði leyfðir aftur í ensku úrvalsdeildinni þegar létt verður á takmörkunum þann 2. desember.

Hámark 4.000 áhorfendur mega þá mæta á íþróttaviðburði sem eru utandyra og haldnir á svæðum sem eru ekki talin áhættusvæði.

Þetta er fyrsta skrefið í að hleypa áhorfendum aftur í stúkurnar en ljóst að sum félög þurfa enn að spila fyrir luktum dyrum.

Til dæmis félögin í Liverpool og Manchester en þær borgir eru skilgreindar sem áhættusvæði og því verður áframhaldandi áhorfendabann þar.

Ljóst er að það bíður enskra félaga það verkefni að ákveða með hvaða hætti miðasalan mun fara fram nú þegar svona fáir miðar verða í boði.

Þá verða mjög strangar reglur um fjarlægðarmörk og sótthreinsanir í kringum leikina.
Athugasemdir
banner