Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 23. nóvember 2021 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Eggert Aron Guðmundsson (Stjarnan)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hannes og Birkir
Hannes og Birkir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Höggi í Garðabæinn?
Höggi í Garðabæinn?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Höstlari sem pælir ekkert alltof mikið í hlutunum
Höstlari sem pælir ekkert alltof mikið í hlutunum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hilmar bæði fallegur og líklegur í tuð á eyðieyjunni.
Hilmar bæði fallegur og líklegur í tuð á eyðieyjunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eggert Aron steig fram á sjónarsviðið í sumar og vakti athygli fyrir frammistöðu sína með Stjörnunni. Eggert skoraði frábært mark gegn KR og var í uppáhaldi hjá stuðningsmönnum liðsins.

Eggert er barnabarn Eggerts Magnússonar. Hann lék með U19 landsliðinu í haust og var á dögunum á reynslu hjá danska stórliðinu FCK. Í dag sýnir hann á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Eggert Aron Guðmundsson

Gælunafn: Eggman, Eggzy

Aldur: 17 ára

Hjúskaparstaða: lausu

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: síðasta sumar á móti KA

Uppáhalds drykkur: blár collab

Uppáhalds matsölustaður: XO eða Just Wingin it

Hvernig bíl áttu: á ekki bíl

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Prison break

Uppáhalds tónlistarmaður: Dave

Uppáhalds hlaðvarp: FM95blö

Fyndnasti Íslendingurinn: Hjörvar Hafliða

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: “Eggert. Skimun sýnir að þú ert EKKI með COVID-19”

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: aldrei segja aldrei

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Birkir Már og Hannes

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Alltof margir

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Tristan Freyr erfiður á æfingum

Hver var fyrirmyndin þín í æsku: Frank Lampard

Sætasti sigurinn: Gothia Cup úrslitin 2019

Mestu vonbrigðin: hvað ég hef lent í mörgum meiðslum

Uppáhalds lið í enska: Chelsea

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Höskuld

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Óli Valur Ómarsson

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Hilmar Árni Halldórsson

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: allar fallegar

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Lionel Messi

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Oliver Haurits

Uppáhalds staður á Íslandi: Hagkaup í Garðabæ

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: dettur ekkert í hug

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Nei

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: smá með NBA og síðan þegar íslenska landsliðið í handbolta spilar á stórmótum

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: nike mercurial

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: náttúrufræði

Vandræðalegasta augnablik: óþægilegt að syngja í nýliðavígslunni

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju og af hverju: Oliver Haurits alltaf gott að hafa einn svona sem pælir ekkert rosalega mikið í hlutunum. Síðan Hilmar Árna og Þórarinn Inga bara til að hlusta á þá tuða um það hvernig við ættum að komast af eyjunni.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: féll fjórum sinnum á bílprófinu

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Emil Atla, mest nice gæji sem ég þekki og Björn Berg hélt að hann væri algjör gamla skóla týpa en er algjör kóngur.

Hverju laugstu síðast: að ég ætlaði að taka til í herberginu

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: sendingar og uppspil

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Cristiano Ronaldo hvernig maður heldur sér eins lengi og hann á toppnum
Athugasemdir
banner
banner
banner