Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
   mán 24. janúar 2022 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rangnick veit hverjir það eru sem vilja fara
Mynd: EPA
Manchester United er í Meistaradeildarsæti í fyrsta sinn síðan í október eftir sigur gegn West Ham um helgina. Framundan er vetrarfrí hjá liðinu og svo leikur í ensku bikarkeppninni um aðra helgi.

Nokkrir leikmenn eru sagðir vilja yfirgefa félagið og var Ralf Rangnick, stjóri United, spurður út í stöðu mála.

Anthony Martial, Jesse Lingard og Dean Henderson eru á meðal þeirra sem vilja fara frá félaginu.

„Ég veit hvaða leikmenn vilja fara og ég veit að það eru viðræður við félög en ég tek ekki þátt í þeim. Ég mun líklega fá að vita ef eitthvað er að gerast. Við verðum öll að bíða og sjá," sagði Rangnick.

Martial kom inn á sem varamaður gegn West Ham en Henderson og Lingard komu ekki við sögu.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 10 8 1 1 18 3 +15 25
2 Man City 10 6 1 3 20 8 +12 19
3 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
4 Sunderland 10 5 3 2 12 8 +4 18
5 Bournemouth 10 5 3 2 17 14 +3 18
6 Tottenham 10 5 2 3 17 8 +9 17
7 Chelsea 10 5 2 3 18 11 +7 17
8 Man Utd 10 5 2 3 17 16 +1 17
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
12 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
13 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
14 Everton 10 3 3 4 10 13 -3 12
15 Fulham 10 3 2 5 12 14 -2 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 10 3 1 6 12 19 -7 10
18 West Ham 10 2 1 7 10 21 -11 7
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 10 0 2 8 7 22 -15 2
Athugasemdir