Salah, Rashford, Guehi, Ten Hag, Dewsbury-Hall og fleiri í pakka dagsins
banner
   mið 24. júní 2015 10:15
Magnús Már Einarsson
Gaf Fylki 1100 krónur til að kaupa betri leikmenn
Mynd: Heimasíða Fylkis
Egill Hrafn, 9 ára, safnaði á dögunum 1100 krónur sem hann gaf knattspyrnudeild Fylkis.

Egill er mikill stuðningsmaður Fylkis en hann æfir einnig með yngri flokkum félagsins.

Hann er með ákveðnar hugmyndir um það hvað Fylkismenn eiga að gera við peninginn.

„Tók hann það fram þegar hann afhenti peninginn að við gætum notað hann til að kaupa bolta eða betri leikmenn," segir á heimasíðu Fylkis.

„Knattspyrnudeild Fylkis þakkar Agli kærlega fyrir stuðninginn og mun peningurinn nýtast vel. Hér er greinilega á ferðinni sannur Fylkismaður með stórt Fylkishjarta."
Athugasemdir
banner
banner
banner