Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
   sun 24. júlí 2022 21:20
Brynjar Ingi Erluson
Besta deildin: Dómgæslan í sviðsljósinu í Kaplakrika
Davíð Ingvarsson var rekinn af velli snemma leiks
Davíð Ingvarsson var rekinn af velli snemma leiks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Kristjansson átti að fá seinna gula spjaldið sitt tuttugu mínútum fyrir leikslok en fékk ekki
Guðmundur Kristjansson átti að fá seinna gula spjaldið sitt tuttugu mínútum fyrir leikslok en fékk ekki
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
FH 0 - 0 Breiðablik
Rautt spjald: Davíð Ingvarsson , Breiðablik ('9) Lestu um leikinn

FH og Breiðablik gerðu markalaust jafntefli í fjörugum leik í Kaplarika í Bestu deild karla í kvöld en dómgæslan var einna helst til umræðu í leiknum. FH-ingar léku manni færri stærstan hluta leiks eftir að Davíð Ingvarsson var rekinn af velli á 9. mínútu.

Sigurður Hjörtur Þrastarson, dómari leiksins, reif strax upp rauða spjaldið í byrjun leiks eftir að Davíð fleygði sér í tveggja fóta tæklingu á Ástbjörn Þórðarson.

Eftir það var mikill hiti í leiknum. Steven Lennon fór í bókina með gult spjald þremur mínútum síðar fyrir harða tæklingu.

Anton Ari Einarsson, markvörður Breiðabliks. þurfti svo að hafa sig allan í að verja skot frá Lennon á 18. mínútu og svo varði hann aftur frá Vuk Oskar Dimitrijevic þremur mínútum síðar.

Bæði lið sköpuðu sér áltileg færi en Anton Ari hélt Blikum inn í leiknum og þá vantaði hinn víðfræga herslumun til að klára færin en staðan í hálfleik var markalaus.

Blikarnir sóttu í sig veðrið strax í byrjun síðari hálfleiks og átti Viktor Karl Einarsson þrumuskot utan af velli og í þverslá.

Þegar rúmar tuttugu mínútur lifðu leiks braut Guðmundur Kristjánsson á Degi Dan Þórhallssyni í D-boganum. Sigurður Þröstur ætlaði að spjalda hann en hætti síðan við. Guðmundur var á gulu spjaldi fyrir brotið og slapp þarna með skrekkinn.

Dómgæslan var mikið til umræðu en Sigurður Hjörtur átti erfitt með að ná stjórn og voru nokkur vafaatriði í leiknum þar sem í sumum atvikum var hagnaði beitt en öðrum ekki. Níu spjöld fóru á lofti og þar með talið rauða spjaldið sem Davíð fékk í leiknum.

Viktor Örn Margeirsson komst nálægt því að koma Blikum yfir á 73. mínútu er Jason Daði Svanþórsson átti laglega sendingu inn fyrir en Viktor skóflaði boltanum yfir markið úr dauðafæri.

Mörkin komu aldrei í Kaplakrika og skildu liðin jöfn, 0-0. Blikar eru áfram á toppnum með 35 stig en nú á Víkingur mögulega á að saxa á það forskot á meðan FH er í 9. sæti með 11 stig.

Síðan Eiður Smári Guðjohnsen tók við FH hefur liðið tapað tveimur og gert þrjú jafntefli í deildinni en eini sigur hans með liðið var gegn ÍR í bikarnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner