Gera lokatilraun til að lokka Bruno Fernandes - Höjlund til Napoli - Rodgers aftur í úrvalsdeildina?
   sun 24. ágúst 2025 12:00
Brynjar Ingi Erluson
Sextán ára miðjumaður til Arsenal - Metsala í írska boltanum
Mynd: EPA
Enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal er að landa írska táningnum Victor Ozhianvuna frá Shamrock Rovers í Írlandi. Talað er um metsölu í írska boltanum.

Ozhianvuna er 16 ára gamall miðjumaður sem er þegar byrjaður að spila með aðalliði Shamrock í úrvalsdeildinni á Írlandi.

Arsenal hefur gengið frá samkomulagi við kappann sem mun formlega ganga í raðir enska félagsins þegar hann hefur náð 18 ára aldri eða í byrjun árs 2027.

Talið er að þetta verði stærsta sala í sögu írska boltann og muni bæta met Tottenham sem náði samningnum við St. Patrick's Athletic um Mason Melia fyrir 1,6 milljónir punda fyrr á árinu.

Ozhianvuna heldur til Lundúna í vikunni til að gangast undir læknisskoðun og skrifa síðan undir samning við enska úrvalsdeildarfélagið.


Athugasemdir
banner