Gera lokatilraun til að lokka Bruno Fernandes - Höjlund til Napoli - Rodgers aftur í úrvalsdeildina?
   sun 24. ágúst 2025 11:06
Brynjar Ingi Erluson
Lammens færist nær Man Utd - Ekki í hóp í dag
Mynd: Antwerp
Belgíski markvörðurinn Senne Lammens færist nær því að ganga í raðir Manchester United frá Antwerp en hann er ekki í hóp hjá liðinu er það mætir Mechelen í belgísku deildinni í dag.

Man Utd er í leit að markverði til að berjast við Andre Onana um stöðuna á tímabilinu.

Onana hefur verið aðalmarkvörður United síðustu tvö ár en fengið mikla gagnrýni fyrir frammistöðu sína. Hann var ekki með United í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar, en Ruben Amorim, stjóri félagsins, sagði hann ekki meiddan heldur hafi hann einfaldlega ekki verið valinn því aðrir stóðu sig betur á æfingum.

Síðustu daga hefur United verið í viðræðum við Antwerp um hinn 23 ára gamla Lammens og virðist nú vera stutt í samkomulag.

Lammens er utan hóps þegar Antwerp mætir Mechelen í belgísku deildinni í dag.

Talið er að Man Utd muni greiða rúmar 17 milljónir punda fyrir Lammens sem á fjölmarga leiki að baki með yngri landsliðum Belgíu.
Athugasemdir
banner