Nígeríski framherjinn Victor Boniface mun ekki fara til ítalska félagsins AC Milan eftir að vandamál kom upp í læknisskoðun leikmannsins í Mílanó.
Milan hafði náð samkomulagi við Bayer Leverkusen um að fá Boniface á láni út tímabilið með möguleika á að gera skiptin varanleg fyrir tæpar 30 milljónir evra.
Boniface, sem er 24 ára gamall, ferðaðist til Mílanó til að gangast undir læknisskoðun en hefur nú verið sendur aftur til Þýskalands eftir að vandamál kom upp í skoðuninni.
Þýski miðillinn Kicker segir lækna Milan hafa fundið eitthvað óeðlilegt við hægra hnéð á Boniface. Þetta vandamál hefur líklega versnað þegar hann æfði með einkaþjálfara sínum í sumar.
Milan hefur því hætt við að fá Boniface og sent hann aftur til Leverkusen.
Athugasemdir