Iliman Ndiaye og Jack Grealish sáu til þess Everton skoraði fyrsta markið á nýjum leikvangi félagsins í dag.
Hill Dickinson-leikvangurinn var formlega vígður í ensku úrvalsdeildinni með leik Everton gegn Brighton í 2. umferðinni.
Brighton-menn voru að gera sig líklega til að skora fyrsta markið, en fóru illa með nokkur úrvalsfæri.
Heimamenn í Everton voru ekki á þeim buxunum að leyfa Brighton að skora fyrsta markið á heimavelli þeirra og eftir hraða skyndisókn fékk Jack Grealish boltann úti vinstra megin, keyrði að endalínu áður en hann kom föstum bolta fyrir markið á Ndiaye sem var ekki í vandræðum með að koma boltanum í netið.
Þetta er fyrsti keppnisleikur Everton á vellinum, en í sumar spilaði það vináttuleiki við Port Vale og Roma, og þá fengu unglingaliðin tækifæri til að spreyta sig á vellinum í lok síðustu leiktíðar.
Sjáðu markið hér
Athugasemdir