Trafford vill fara frá City - Gallagher og Brown til Man Utd? - Arsenal fær tvíbura - Guendouzi aftur til Englands - Mateta á förum?
   lau 24. október 2020 13:23
Aksentije Milisic
England: West Ham náði jafntefli gegn Man City
West Ham 1 - 1 Manchester City
1-0 Michail Antonio ('18 )
1-1 Phil Foden ('51 )

Fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni var að ljúka þar sem West Ham fékk Manchester City í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni.

Þetta var í fyrsta skiptið í þrjú ár sem Pep Guardiola, stjóri City, stillir upp sama byrjunarliði í tvo leiki í röð.

Heimamenn byrjuðu betur og komust yfir á 18. mínútu. Michail Antonio skoraði þá glæsilegt mark með bakfallsspyrnu, óverjandi fyrir Ederson í marki gestanna.

City var meira með boltann en gekk illa að skapa sér færi í fyrri hálfleiknum. Guardiola tók Sergio Aguero útaf í hálfleik og setti inn Phil Foden.

Foden var ekki lengi að setja mark sitt á leikinn en á 51. mínútu fékk hann sendingu frá Joao Cancelo og kláraði hann færið vel. Í kjöfarið sótti City meira og heimamenn beittu skyndisóknum.

Í uppbótartíma komst Mahrez í hörku færi sem Fabianski varði í stöngina og útaf. City reyndi allt sem það gat til þess að skora en það tókst ekki.

Niðurstaðan því 1-1 jafntefli á London Stadium.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 13 9 3 1 25 7 +18 30
2 Man City 13 8 1 4 27 12 +15 25
3 Chelsea 13 7 3 3 24 12 +12 24
4 Aston Villa 13 7 3 3 16 11 +5 24
5 Brighton 13 6 4 3 21 16 +5 22
6 Sunderland 13 6 4 3 17 13 +4 22
7 Man Utd 13 6 3 4 21 20 +1 21
8 Liverpool 13 7 0 6 20 20 0 21
9 Crystal Palace 13 5 5 3 17 11 +6 20
10 Brentford 13 6 1 6 21 20 +1 19
11 Bournemouth 13 5 4 4 21 23 -2 19
12 Tottenham 13 5 3 5 21 16 +5 18
13 Newcastle 13 5 3 5 17 16 +1 18
14 Everton 13 5 3 5 14 17 -3 18
15 Fulham 13 5 2 6 15 17 -2 17
16 Nott. Forest 13 3 3 7 13 22 -9 12
17 West Ham 13 3 2 8 15 27 -12 11
18 Leeds 13 3 2 8 13 25 -12 11
19 Burnley 13 3 1 9 15 27 -12 10
20 Wolves 13 0 2 11 7 28 -21 2
Athugasemdir
banner
banner
banner