Man Utd tilbúið að hlusta á tilboð í Rashford og Martínez - Arteta vill Vlahovic - Ashworth gæti tekið til starfa hjá Arsenal
   mán 24. október 2022 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jannik og Delphin að verða samningslausir - „Verið að skoða þessi mál"
Jannik skoraði tvö mörk fyrir Fram í gær.
Jannik skoraði tvö mörk fyrir Fram í gær.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Tshiembe
Tshiembe
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Daninn Jannik Pohl hefur í sumar skorað átta mörk í nítján deildarleikjum með Fram í Bestu deildinni, þar af fjögur mörk í þremur leikjum í úrslitakeppninni. Hann er 26 ára gamall framherji sem kom til Fram frá Horsens fyrir tímabilið.

Hann er að renna út á samningi hjá Fram líkt og hinn þrítugi dansk/kongólski miðvörður Delphin Tshiembe sem kom frá Vendssyssel fyrir tímabilið.

Þeir eru einu leikmenn Fram sem leikið hafa mjög stór hlutverk sem eru að renna út á samningi.

Jón Sveinsson, þjálfari Fram, var spurður út í samningsmál þeirra í viðtali eftir sigurinn á FH í gær.

Er komið á hreint hvort þessir tveir leikmenn verði með Fram á næsta tímabili?

„Það er bara verið að skoða öll þessi mál og nú fer það ferli bara svona í gang þegar að deildin klárast. Menn þurfa að endurskoða hvað er framundan og hvernig menn ætla að halda áfram með þett. Þeir eru okkar menn í dag og við skoðum það bara á næstu vikum hvernig framhaldið verður," sagði Nonni.

Þessir eru að renna út á samningi hjá Fram:
Jannik Pohl 1996 31.10.2022
Delphin Tshiembe 1991 31.10.2022
Óskar Jónsson 1997 30.11.2022
Matthías Kroknes Jóhannsson 1994 31.10.2022
Stefán Þór Hannesson 1996 30.11.2022
Orri Gunnarsson 1992 31.10.2022
Andri Þór Sólbergsson 1997 31.10.2022
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner