Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
banner
   mán 24. nóvember 2014 16:47
Elvar Geir Magnússon
skrifar frá Roadhouse
Hafsteinn Briem til ÍBV (Staðfest)
Frá undirskriftinni í dag.
Frá undirskriftinni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hafsteinn Briem er genginn í raðir ÍBV en skrifað var undir samning við hann á vetingastaðnum Roadhouse rétt í þessu.

Hann rifti samningi sínum við Fram í síðasta mánuði eftir fall liðsins úr Pepsi-deildinni.

Hafsteinn er 23 ára gamall miðjumaður en hann lék áður með Haukum, Val og HK.

Einnig hefur hann leyst af sem miðvörður.

Samningur Hafsteins er til þriggja ára en samkvæmt Eyjamönnum eru fleiri fréttir væntanlegar af leikmannamálum liðsins.

Jóhannes Harðarson tók við ÍBV eftir tímabilið í sumar en liðið bjargaði sér naumlega frá falli úr Pepsi-deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner