Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   þri 24. nóvember 2020 18:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gunnar Einarsson tekur við Víkingi Ó. (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: Víkingur Ó.
Víkingur Ólafsvík hefur ráðið Gunnar Einarsson sem nýjan þjálfara sinn til tveggja ára.

Hann tekur við liðinu af Guðjóni Þórðarsyni sem hætti sem þjálfari liðsins á dögunum.

Flestir áhugamenn um íslenska boltann ættu að kannast við Gunnar sem vann fjóra Íslandsmeistaratitla sem leikmaður KR og Vals.

Gunnar er 43 ára gamall og var spilandi aðstoðarþjálfari Leiknis R. fyrir tíu árum síðan. Undanfarin ár hefur hann þjálfað hjá Val, en síðasta sumar stýrði hann Kára í 2. deild.

Undir hans stjórn hafnaði Kári í sjöunda sæti 2. deildar, en Víkingur Ó. endaði í níunda sæti Lengjudeildarinnar eftir tímabilið þar sem ýmislegt gekk á. Gunnar vonast eflaust til að koma inn með ákveðinn stöðugleika í Ólafsvík.
Athugasemdir
banner
banner