Rashford gerir allt til að komast til Barcelona - Lecce hafnar tilboði Man Utd - Duran til Real Madrid?
   lau 25. janúar 2025 17:40
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Arteta brjálaður: Félagið mun taka ákvörðun
Mynd: EPA
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, var brjálaður eftir leik liðsins gegn Wolves í dag þrátt fyrir sigur.

Ástæða þess var rautt spjald sem Myles Lewis-Skelly fékk undir lok fyrri hálfleiks.

„Þetta er augljóst, ég er brjálaður því þetta er svo augljóst. Ég held að það hjálpi ekki það sem ég segi," sagði Arteta.

Arteta sagðist ekki hafa fengið neina skýringu frá dómurunum en hann telur að félagið þurfi ekki að áfrýja dómnum.

„Félagið þarf að taka ákvörðun um það. Þetta er svo augljóst að við þurfum kannski ekki að gera neitt. Lewis-Skelly er mjög ánægður fyrst við unnum."
Athugasemdir
banner
banner
banner