Myles Lews-Skelly, leikmaður Arsenal, var rétt í þessu rekinn af velli í leik liðsins gegn Wolves á Molineux-leikvanginum, en það er alveg óhætt að segja að spjaldið sé umdeilt og rúmlega það.
Enski varnarmaðurinn var að stöðva skyndisókn Wolves með því að fara aftan í Matt Doherty, leikmann Wolves.
Brotið var taktískt og leit alls ekki út fyrir að vera það gróft, en enski dómarinn Michael Oliver var viss í sinni sök og veifaði rauða spjaldinu.
Spjaldið var síðan staðfest af VAR og er Arsenal manni færri, en brotið umdeilda má sjá hér fyrir neðan.
„Fjandinn hafi það. Enn eitt fáránlega rauða spjaldið. Lewis-Skelly rekinn af velli fyrir að fella mann. Þetta er bara fáránleg ákvörðun,“ sagði sjónvarpsmaðurinn og stuðningsmaður Arsenal, Piers Morgan, á X.
Sjáðu rauða spjaldið hér
Staðan er enn markalaust þegar flautað hefur verið til loka fyrri hálfleiks.
Athugasemdir