Valið hjá Man Utd er milli Solskjær og Carrick - Newcastle fær samkeppni frá Spurs um Strand Larsen - Lewandowski vill ekki fara
   sun 25. febrúar 2024 22:15
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Varamaðurinn Modric með geggjað sigurmark
Luka Modric skoraði sigurmarkið
Luka Modric skoraði sigurmarkið
Mynd: EPA
Real Madrid tókst í kvöld að auka forystu sína á toppnum í La Liga og allt þökk sé króatíska reynsluboltanum Luka Modric.

Leikurinn var merkilegur fyrir þær sakir að Sergio Ramos var að snúa aftur á Santiago Bernabeu í fyrsta sinn síðan hann yfirgaf félagið fyrir þremur árum.

Hann og liðsfélagar hans gerðu vel í að halda Madrídingum í skefjum, en þegar níu mínútur voru til leiksloka kom sigurmarkið og það frá reynslumesta leikmanni liðsins aðeins sex mínútum eftir að hann kom inn á.

Sevilla-menn hreinsuðu bolta Federico Valverde út fyrir teiginn og átti Modric þessa glæsilegu fyrstu snertingu áður en hann skrúfaði boltanum í stöng og inn.

Sjáðu markið hér

Modric verður samningslaus eftir tímabilið og ekki stendur til að framlengja þann samning eins og er. Það gætu mögulega verið mistök, enda er hann enn í háum gæðaflokki.

Real Madrid er nú með 65 stig á toppnum, átta meira en Barcelona sem er í öðru.

Tíu leikmenn Athletic Bilbao töpuðu fyrir Real Betis, 3-1, á meðan Cadiz gerði 2-2 jafntefli við Celta Vigo. Nýliðar Las Palmas gerðu þá 1-1 jafntefli við Osasuna.

Úrslit og markaskorarar:

Cadiz 2 - 2 Celta
0-1 Iago Aspas ('11 )
0-2 Williot Swedberg ('58 )
1-2 Juanmi ('66 )
2-2 Darwin Machis ('90 )

Real Madrid 1 - 0 Sevilla
1-0 Luka Modric ('81 )

Las Palmas 1 - 1 Osasuna
0-1 Unai Garcia ('49 )
1-1 Kirian Rodriguez ('52 )

Betis 3 - 1 Athletic
1-0 Ezequiel Avila ('13 )
1-1 Yuri Berchiche ('38 , sjálfsmark)
1-2 Gorka Guruzeta ('45 )
2-2 Johnny Cardoso ('67 )
Rautt spjald: Nico Williams, Athletic ('40)
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 19 16 1 2 53 20 +33 49
2 Real Madrid 19 14 3 2 41 17 +24 45
3 Villarreal 17 12 2 3 34 16 +18 38
4 Atletico Madrid 19 11 5 3 34 17 +17 38
5 Espanyol 18 10 3 5 22 19 +3 33
6 Betis 18 7 7 4 30 24 +6 28
7 Celta 18 6 8 4 24 20 +4 26
8 Athletic 19 7 3 9 17 25 -8 24
9 Elche 18 5 7 6 24 23 +1 22
10 Getafe 18 6 3 9 14 23 -9 21
11 Sevilla 18 6 2 10 24 29 -5 20
12 Osasuna 18 5 4 9 18 21 -3 19
13 Alaves 18 5 4 9 15 21 -6 19
14 Vallecano 18 4 7 7 14 21 -7 19
15 Real Sociedad 18 4 6 8 22 26 -4 18
16 Mallorca 18 4 6 8 20 26 -6 18
17 Girona 18 4 6 8 17 34 -17 18
18 Valencia 18 3 7 8 17 30 -13 16
19 Levante 17 3 4 10 20 29 -9 13
20 Oviedo 18 2 6 10 8 27 -19 12
Athugasemdir
banner