Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
   lau 25. maí 2024 12:20
Ívan Guðjón Baldursson
Ætlar að selja hlut sinn í Crystal Palace - Hefur áhuga á Everton
Mynd: Getty Images
John Textor á 45% hlut í enska úrvalsdeildarfélaginu Crystal Palace sem hann vill selja til að fjármagna kaup á hlut í Everton eða félagi sem leikur í Championship deildinni.

Bandaríski viðskiptamaðurinn er stærsti hluteigandinn í Palace og hefur falið Raine Group það verkefni að finna kaupanda.

Textor er eigandi Eagle Football Holdings, sem er einnig með meirihluta í franska félaginu Lyon, brasilíska félaginu Botafogo og belgíska félaginu RWD Molenbeek.

Hinn 58 ára gamli Textor vill selja hlut sinn í Palace en vill ennþá vera viðriðinn enska boltann og fylgist hann náið með söluferli Everton þessa dagana, þar sem 777 Partners er að reyna að kaupa félagið af Farhad Moshiri.

„Af hverju viljum við selja þegar hlutirnir virðast loksins vera að ganga vel? Við erum stolt af okkar þátt í uppbyggingunni á Crystal Palace en leiðir okkar eiga ekki saman lengur. Við höfum engar efasemdir um að tilvonandi kaupendur munu hrannast að þar sem margir munu vilja vera partur af þeirri frábæru uppbyggingu sem er að eiga sér stað innan félagsins," sagði Textor meðal annars.

„Ég hef áhuga á Everton en ég vil ekki fara þangað ef mér verður ekki tekið með opnum örmum. Ég vil ekki vera þar sem ég er ekki velkominn. Ég er að fylgjast með söluferlinu.

„Við hjá Eagle Football erum í frábærri stöðu til að hjálpa Everton en eins og staðan er í dag þá fylgjumst við með framvindu mála. Það er annað fólk að reyna að hjálpa Everton í dag og við verðum að sjá hvernig það fer."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner