Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   lau 25. júní 2022 19:12
Brynjar Ingi Erluson
2. deild: Fyrsti sigur Reynis kom gegn níu mönnum Magna
Halldór Mar Einarsson fær hér að líta rauða spjaldið í leiknum
Halldór Mar Einarsson fær hér að líta rauða spjaldið í leiknum
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Sam Hewson gerði mark fyrir Þróttara
Sam Hewson gerði mark fyrir Þróttara
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Reynir Sandgerði vann fyrsta leik sinn í 2. deild karla er liðið bar sigur úr býtum gegn Magna, 1-0, á Grenivík í dag en heimamenn kláruðu leikinn með níu menn á vellinum.

Reynir hafði tapað öllum sjö leikjum sínum í deildinni fram að leiknum í dag á meðan Magni var með fjögur stig í næst neðsta sæti deildarinnar.

Heimamenn misstu mann af velli á 56. mínútu er Ingólfur Birnir Þórarinsson fékk að líta rauða spjaldið og sjö mínútum síðar var Halldór Mar Einarsson sendur í sturtu.

Reynismenn nýttu sér liðsmuninn og náðu inn í sigurmarki undir lok leiksins. Strahinja Pajic gerði markið og tryggði þar með fyrsta sigur liðsins á tímabilinu. Reynir er áfram á botninum með 3 stig eftir átta leiki.

Þróttur R. vann þá KFA, 3-1. Felix Kwaku Hammond kom gestunum í KFA yfir á 17. mínútu en Miroslav Zhivkov Pushkarov jafnaði ellefu mínútum síðar. Enski reynsluboltinn Sam Hewson kom Þrótturum yfir í upphafi síðari hálfleiks svo áður en Izaro Abella Sanchez tryggði sigurinn.

Þróttur er í 2. sæti deildarinnar með 19 stig, þremur minna en Njarðvík sem er á toppnum. KFA er í 8. sæti með 6 stig.

KF vann þá Víking Ólafsvík, 3-2, í lokaleik dagsins í 2. deildinni.

Þorvaldur Daði Jónsson skoraði strax á 5. mínútu fyrir KF áður en liðið varð fyrir blóðtöku tuttugu mínútum síðar. Aron Elí Kristjánsson var þá rekinn af velli og fjórum mínútum síðar jöfnuðu gestirnir í gegnum Brynjar Vilhjálmsson.

Julio Cesar Fernandes kom KF aftur yfir áður en Bjartur Bjarmi Barkarson jafnaði úr vítaspyrnu og þegar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma kom sigurmark KF. Atli Snær Stefánsson reyndist hetjan og tryggði KF 3-2 sigur.

KF er í 7. sæti með 10 stig en Víkingur í 10. sæti með 5 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Magni 0 - 1 Reynir S.
0-1 Strahinja Pajic ('90 )
Rautt spjald: ,Ingólfur Birnir Þórarinsson , Magni ('56)Halldór Mar Einarsson , Magni ('63)

Þróttur R. 3 - 1 KFA
0-1 Felix Kwaku Hammond ('17 )
1-1 Miroslav Zhivkov Pushkarov ('28 )
2-1 Sam Hewson ('48 )
3-1 Izaro Abella Sanchez ('83 )

KF 3 - 2 Víkingur Ó.
1-0 Þorvaldur Daði Jónsson ('5 )
1-1 Brynjar Vilhjálmsson ('30 )
2-1 Julio Cesar Fernandes ('61 )
2-2 Bjartur Bjarmi Barkarson ('80 , Mark úr víti)
3-2 Atli Snær Stefánsson ('88 )
Rautt spjald: Aron Elí Kristjánsson , KF ('26)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner