Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 25. júlí 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Leeds heldur í vonina að fá leikmann Club Brugge
Charles De Ketelaere
Charles De Ketelaere
Mynd: EPA
Leeds United hefur ekki gefið upp von um að fá belgíska leikmanninn Charles de Ketelaere frá Club Brugge.

De Ketelaere er efnilegasti leikmaður Belgíu um þessar mundir en hann hefur verið að spila glimrandi vel með Brugge og hefur þá tekist að festa sæti í stjörnum prýddu landsliði Belgíu.

Þessi 21 árs gamli sóknarsinnaði leikmaður er eftirsóttur af bæði Leeds og Milan en ítalska félagið er ekki reiðubúið að ganga að verðmiða leikmannsins sem er 31 milljón pund.

Leikmaðurinn vill komast til Milan en verðmiðinn stendur í vegi fyrir því og er því vonarglæta fyrir Leeds að klófesta hann.

Milan ætlar að snúa sér að Hakim Ziyech, leikmanni Chelsea og verða næstu dagar því mikilvægir fyrir Leeds að sannfæra De Ketelaere um að koma til Englands.
Athugasemdir
banner
banner
banner