Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
   mið 25. ágúst 2021 21:15
Daníel Smári Magnússon
Óskar Hrafn: Dýrmætt að ráða sínum eigin örlögum
Óskar Hrafn og hans menn sitja nú á toppi Pepsi Max deildarinnar.
Óskar Hrafn og hans menn sitja nú á toppi Pepsi Max deildarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður bara mjög vel. Ég er sáttur við frammistöðuna í 70 mínútur, mér fannst fyrstu 15-20 mínúturnar hjá okkur heldur þreyttar og þungar, en eftir þann tíma þá fannst mér við vera mjög góðir. Mjög ánægður með liðið, ánægður með vinnuframlagið frá fremsta til aftasta manns,'' sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson eftir 0-2 sigur Breiðabliks á KA í Pepsi Max deild karla í kvöld.

Lestu um leikinn: KA 0 -  2 Breiðablik

„Maður getur alls ekki gengið að því vísu að koma hingað á þennan erfiða heimavöll, þetta virki sem að KA er búið að búa til hérna og vinna - það er bara alls ekkert sjálfsagt.''

Blikar þurftu að standa af sér storm í byrjun þar sem að KA menn pressuðu þá stíft með fulla stúku á Greifavellinum á bakvið sig. Þeir unnu sig þó hægt og rólega inn í leikinn.

„Stundum er það bara þannig. Stundum fara menn öfugt í skóna eða eitthvað, ég veit ekki hvað það er. Þetta gerðist líka á móti Víking, þar sem að við byrjum aðeins þungir og ekki alveg í takti. Svo er bara ágætis gangur, það er sjálfstraust í liðinu og allir hjálpa hver öðrum, þannig að yfirleitt ná menn vopnum sínum,'' sagði Óskar.

Liðin mættust tvær umferðir í röð, sem er afar óeðlilegt en Blikar koma út úr þessari rimmu við KA 6 stigum ríkari. Var nálgunin öðruvísi að einhverju leyti?

„Við höfum stundum nálgast þetta þannig að við keyrum á okkar áherslum, en auðvitað þurfum við að taka tillit til styrkleika KA manna, því að þeir eru umtalsverðir og margir. Það voru ákveðnir hlutir sem við lærðum af fyrri leiknum og tókum í þennan. Sumt af því gekk, sumt af því gekk ekki.''

Eins og áður segir eru Blikar nú á toppi deildarinnar þegar fjórar umferðir eru eftir. Óskar tekur þeirri stöðu með mikilli ró en telur það dýrmætt að örlög Blika séu í þeirra höndum.

„Ég er auðvitað bara ánægður með að hafa unnið þennan leik og bara frekar dýrmætt að ráða sínum eigin örlögum. Ég held að það sé það mikilvægasta.''

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

Athugasemdir
banner
banner