Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   mið 25. ágúst 2021 21:15
Daníel Smári Magnússon
Óskar Hrafn: Dýrmætt að ráða sínum eigin örlögum
Óskar Hrafn og hans menn sitja nú á toppi Pepsi Max deildarinnar.
Óskar Hrafn og hans menn sitja nú á toppi Pepsi Max deildarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður bara mjög vel. Ég er sáttur við frammistöðuna í 70 mínútur, mér fannst fyrstu 15-20 mínúturnar hjá okkur heldur þreyttar og þungar, en eftir þann tíma þá fannst mér við vera mjög góðir. Mjög ánægður með liðið, ánægður með vinnuframlagið frá fremsta til aftasta manns,'' sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson eftir 0-2 sigur Breiðabliks á KA í Pepsi Max deild karla í kvöld.

Lestu um leikinn: KA 0 -  2 Breiðablik

„Maður getur alls ekki gengið að því vísu að koma hingað á þennan erfiða heimavöll, þetta virki sem að KA er búið að búa til hérna og vinna - það er bara alls ekkert sjálfsagt.''

Blikar þurftu að standa af sér storm í byrjun þar sem að KA menn pressuðu þá stíft með fulla stúku á Greifavellinum á bakvið sig. Þeir unnu sig þó hægt og rólega inn í leikinn.

„Stundum er það bara þannig. Stundum fara menn öfugt í skóna eða eitthvað, ég veit ekki hvað það er. Þetta gerðist líka á móti Víking, þar sem að við byrjum aðeins þungir og ekki alveg í takti. Svo er bara ágætis gangur, það er sjálfstraust í liðinu og allir hjálpa hver öðrum, þannig að yfirleitt ná menn vopnum sínum,'' sagði Óskar.

Liðin mættust tvær umferðir í röð, sem er afar óeðlilegt en Blikar koma út úr þessari rimmu við KA 6 stigum ríkari. Var nálgunin öðruvísi að einhverju leyti?

„Við höfum stundum nálgast þetta þannig að við keyrum á okkar áherslum, en auðvitað þurfum við að taka tillit til styrkleika KA manna, því að þeir eru umtalsverðir og margir. Það voru ákveðnir hlutir sem við lærðum af fyrri leiknum og tókum í þennan. Sumt af því gekk, sumt af því gekk ekki.''

Eins og áður segir eru Blikar nú á toppi deildarinnar þegar fjórar umferðir eru eftir. Óskar tekur þeirri stöðu með mikilli ró en telur það dýrmætt að örlög Blika séu í þeirra höndum.

„Ég er auðvitað bara ánægður með að hafa unnið þennan leik og bara frekar dýrmætt að ráða sínum eigin örlögum. Ég held að það sé það mikilvægasta.''

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

Athugasemdir
banner