Man Utd og Liverpool vilja Cherki - Arsenal skoðar Coman - Tottenham og Man Utd vilja markvörð Frankfurt - Chelsea reyndi við Van Dijk - Garnacho...
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
Ian Jeffs: Meira svekktur með frammistöðuna en úrslitin
Viktor Jóns: Ég elskaði að spila með Hinriki
Bjarni Jó: Bara eitt Hafnarfjarðarlið eftir
Vildi koma aftur í KA: Félag á uppleið og gaman að vera hluti af því
Marcel Römer: Þarf ekki að hafa áhyggjur af mér, ég er með þetta allt í höfðinu
Eru eins og fjölskylda í Ólafsvík - „Elska þetta land"
Gylfi: Þeir áttu þetta bara skilið
Brynjar Árna: Erfitt en gaman að máta sig við þá
Oliver Heiðars: Sætt að kasta þeim út og hefna mín aðeins
Magnús Már: Gaman að sjá hann leggja upp á yngri bróður sinn
Elmar Cogic: Sagði við hann fyrir leik að hann myndi skora
   mið 25. ágúst 2021 21:15
Daníel Smári Magnússon
Óskar Hrafn: Dýrmætt að ráða sínum eigin örlögum
Óskar Hrafn og hans menn sitja nú á toppi Pepsi Max deildarinnar.
Óskar Hrafn og hans menn sitja nú á toppi Pepsi Max deildarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður bara mjög vel. Ég er sáttur við frammistöðuna í 70 mínútur, mér fannst fyrstu 15-20 mínúturnar hjá okkur heldur þreyttar og þungar, en eftir þann tíma þá fannst mér við vera mjög góðir. Mjög ánægður með liðið, ánægður með vinnuframlagið frá fremsta til aftasta manns,'' sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson eftir 0-2 sigur Breiðabliks á KA í Pepsi Max deild karla í kvöld.

Lestu um leikinn: KA 0 -  2 Breiðablik

„Maður getur alls ekki gengið að því vísu að koma hingað á þennan erfiða heimavöll, þetta virki sem að KA er búið að búa til hérna og vinna - það er bara alls ekkert sjálfsagt.''

Blikar þurftu að standa af sér storm í byrjun þar sem að KA menn pressuðu þá stíft með fulla stúku á Greifavellinum á bakvið sig. Þeir unnu sig þó hægt og rólega inn í leikinn.

„Stundum er það bara þannig. Stundum fara menn öfugt í skóna eða eitthvað, ég veit ekki hvað það er. Þetta gerðist líka á móti Víking, þar sem að við byrjum aðeins þungir og ekki alveg í takti. Svo er bara ágætis gangur, það er sjálfstraust í liðinu og allir hjálpa hver öðrum, þannig að yfirleitt ná menn vopnum sínum,'' sagði Óskar.

Liðin mættust tvær umferðir í röð, sem er afar óeðlilegt en Blikar koma út úr þessari rimmu við KA 6 stigum ríkari. Var nálgunin öðruvísi að einhverju leyti?

„Við höfum stundum nálgast þetta þannig að við keyrum á okkar áherslum, en auðvitað þurfum við að taka tillit til styrkleika KA manna, því að þeir eru umtalsverðir og margir. Það voru ákveðnir hlutir sem við lærðum af fyrri leiknum og tókum í þennan. Sumt af því gekk, sumt af því gekk ekki.''

Eins og áður segir eru Blikar nú á toppi deildarinnar þegar fjórar umferðir eru eftir. Óskar tekur þeirri stöðu með mikilli ró en telur það dýrmætt að örlög Blika séu í þeirra höndum.

„Ég er auðvitað bara ánægður með að hafa unnið þennan leik og bara frekar dýrmætt að ráða sínum eigin örlögum. Ég held að það sé það mikilvægasta.''

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

Athugasemdir
banner