Liverpool og Newcastle gætu skipst á framherjum - Bayern undirbýr tilboð í Verbruggen - Man Utd horfir til Sporting
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
Valgeir klár í að byrja - „Skemmtilegra að vera aðeins ofar á vellinum“
Stefán Teitur: Það var lítið sofið í flugvélinni
Benoný farinn að vekja athygli á Englandi - „Algjör draumur“
   mið 25. ágúst 2021 21:15
Daníel Smári Magnússon
Óskar Hrafn: Dýrmætt að ráða sínum eigin örlögum
Óskar Hrafn og hans menn sitja nú á toppi Pepsi Max deildarinnar.
Óskar Hrafn og hans menn sitja nú á toppi Pepsi Max deildarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður bara mjög vel. Ég er sáttur við frammistöðuna í 70 mínútur, mér fannst fyrstu 15-20 mínúturnar hjá okkur heldur þreyttar og þungar, en eftir þann tíma þá fannst mér við vera mjög góðir. Mjög ánægður með liðið, ánægður með vinnuframlagið frá fremsta til aftasta manns,'' sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson eftir 0-2 sigur Breiðabliks á KA í Pepsi Max deild karla í kvöld.

Lestu um leikinn: KA 0 -  2 Breiðablik

„Maður getur alls ekki gengið að því vísu að koma hingað á þennan erfiða heimavöll, þetta virki sem að KA er búið að búa til hérna og vinna - það er bara alls ekkert sjálfsagt.''

Blikar þurftu að standa af sér storm í byrjun þar sem að KA menn pressuðu þá stíft með fulla stúku á Greifavellinum á bakvið sig. Þeir unnu sig þó hægt og rólega inn í leikinn.

„Stundum er það bara þannig. Stundum fara menn öfugt í skóna eða eitthvað, ég veit ekki hvað það er. Þetta gerðist líka á móti Víking, þar sem að við byrjum aðeins þungir og ekki alveg í takti. Svo er bara ágætis gangur, það er sjálfstraust í liðinu og allir hjálpa hver öðrum, þannig að yfirleitt ná menn vopnum sínum,'' sagði Óskar.

Liðin mættust tvær umferðir í röð, sem er afar óeðlilegt en Blikar koma út úr þessari rimmu við KA 6 stigum ríkari. Var nálgunin öðruvísi að einhverju leyti?

„Við höfum stundum nálgast þetta þannig að við keyrum á okkar áherslum, en auðvitað þurfum við að taka tillit til styrkleika KA manna, því að þeir eru umtalsverðir og margir. Það voru ákveðnir hlutir sem við lærðum af fyrri leiknum og tókum í þennan. Sumt af því gekk, sumt af því gekk ekki.''

Eins og áður segir eru Blikar nú á toppi deildarinnar þegar fjórar umferðir eru eftir. Óskar tekur þeirri stöðu með mikilli ró en telur það dýrmætt að örlög Blika séu í þeirra höndum.

„Ég er auðvitað bara ánægður með að hafa unnið þennan leik og bara frekar dýrmætt að ráða sínum eigin örlögum. Ég held að það sé það mikilvægasta.''

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

Athugasemdir
banner
banner
banner