Tottenham reynir við Savinho og Paz - Ensk stórlið vilja Rodrygo - Donnarumma með munnlegt samkomulag við City
banner
   mán 25. ágúst 2025 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Telur verkefnið hjá Arsenal mjög heillandi
Piero Hincapie.
Piero Hincapie.
Mynd: EPA
Varnarmaðurinn Piero Hincapie er gríðarlega spenntur fyrir verkefninu hjá Arsenal og langar að fara þangað.

Hann hefur einnig verið orðaður við Tottenham en Fabrizio Romano segir Hincapie finnist verkefnið hjá Arsenal mjög aðlaðandi.

Arsenal er byrjað að ræða við leikmanninn um kaup og kjör en það er svo annað að ræða við Leverkusen. Talið er að Arsenal þurfi að selja leikmenn til að kaupa Hincapie.

Hincapie er 23 ára gamall miðvörður frá Ekvador sem getur einnig leyst vinstri bakvörðinn. Hann hefur leikið með Leverkusen við góðan orðstír frá 2021 og hefur hann jafnframt spilað með landsliði Ekvador 46 sinnum.

Hincapie hefur tilkynnt Leverkusen að hann vilji yfirgefa félagið en hann er með 60 milljón evra riftunarverð í samningi sínum.

Athugasemdir