Tottenham reynir við Savinho og Paz - Ensk stórlið vilja Rodrygo - Donnarumma með munnlegt samkomulag við City
   mán 25. ágúst 2025 10:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arsenal tekur ekki augun af markaðnum
Piero Hincapie.
Piero Hincapie.
Mynd: EPA
Arsenal er ekki hætt á markaðnum þrátt fyrir að hafa landað Eberechi Eze frá Crystal Palace um liðna helgi. David Ornstein á The Athletic segir frá því í dag að Arsenal sé að vinna að því að kaupa Piero Hincapie frá Bayer Leverkusen í Þýskalandi.

Hincapie er 23 ára gamall miðvörður frá Ekvador sem getur einnig leyst vinstri bakvörðinn. Hann hefur leikið með Leverkusen við góðan orðstír frá 2021 og hefur hann jafnframt spilað með landsliði Ekvador 46 sinnum.

Hincapie hefur tilkynnt Leverkusen að hann vilji yfirgefa félagið en hann er með 60 milljón evra riftunarverð í samningi sínum.

Leverkusen vill helst halda Hincapie nema 60 milljón evra riftunarverðið sé virkjað. Arsenal vonast til að landa honum á lægri upphæð.

Þó er ekki raunhæft að Arsenal geti keypt hann nema leikmenn verði seldir fyrst.

Arsenal hefur verslað fyrir um 250 milljónir punda nú þegar í sumar.
Athugasemdir
banner