Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   sun 25. september 2022 11:11
Elvar Geir Magnússon
Arnar Viðars: Góð úrslit gegn Albaníu gefa mjög góða möguleika á umspili
Arnar Þór Viðarsson og Jóhannes Karl Guðjónsson.
Arnar Þór Viðarsson og Jóhannes Karl Guðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari segir það hafa verið svekkjandi að Ísrael hafi unnið Albaníu í gær. Þau úrslit gera það að verkum að Ísland á ekki lengur möguleika á að komast upp í A-deild Þjóðadeildarinnar.

Aðeins þrjú lið eru í riðli Íslands þar sem Rússar eru í banni frá alþjóðlegum fótbolta og falla sjálfkrafa úr riðlinum án þess að spila.

Lokaleikur Íslands í riðlinum verður gegn Albaníu í Tirana á þriðjudaginn. Albanía er aðeins með eitt stig og verður að vinna til að tryggja sér annað sætið í riðlinum.

Arnar segir að leikurinn á þriðjudag sé mikilvægur þrátt fyrir að möguleikinn á toppsætinu sé farinn. Annað sæti í riðlinum gæti opnað bakdyraleið gegnum umspil um sæti á EM 2024.

„Með því að ná öðru sæti í riðlinum, enda fyrir ofan Albaníu, gefur okkur mjög góða möguleika á því að vera hluti af þessu umspili sem fer fram í mars 2024. Ef við þyrftum á því að halda, stefnan er að komast á EM í gegnum undankeppnina. En með því að enda í öðru sæti þá er mjög góður möguleiki á að vera hluti af þessu umspili," segir Arnar í viðtali við miðla KSÍ.

Lið sem ekki tryggja sér sæti á EM í gegnum undankeppnina geta með góðum árangri í Þjóðadeildinni komist í sérstakt umspil um sæti á mótinu. Umspil eins og það sem Ísland komst í 2020 en tapaði á grátlegan hátt gegn Ungverjalandi.

Þá segir Arnar að góð úrslit á þriðjudag gefi Íslandi möguleika á því að komast upp í 2. styrkleikaflokk yfir dráttinn í undankeppni EM en dregið verður í október.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner