Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
   fös 25. október 2024 16:34
Elvar Geir Magnússon
Jón Daði til Wrexham (Staðfest) - Samningur til janúar
Jón Daði Böðvarsson er mættur til Wrexham.
Jón Daði Böðvarsson er mættur til Wrexham.
Mynd: Wrexham
Hollywood-félagið Wrexham sem leikur í ensku C-deildinni hefur tilkynnt um komu Jóns Daða Böðvarssonar en íslenski sóknarmaðurinn hefur gert samning þar til í janúar.

Jón Daði er 32 ára og lék síðast fyrir Bolton en kemur til Wrexham á frjálsri sölu. Ef honum vegnar vel hjá Wrexham mun hann vafalítið fá lengri samning.

„Það er frábært að vera hjá félagi eins og Wrexham. Allir þekkja söguna og það er mjög spennandi að vera hluti af þessu. Vonandi get ég hjálpað félaginu að ná frekari árangri," segir Jón Daði.

„Það er gott að vera kominn aftur í klefann, ég saknaði þess. Ég held að konan mín hafi verið orðin brjáluð! Ég hef æft og reynt að halda mér í formi en það er gott að vera kominn aftur í umhverfi þar sem ég get unnið betur í líkamlega þættinum."

„Þetta snýst um að finna mig aftur á næstu mánuðum. Ég vil finna sjálfstraustið aftur, leggja mig fram fyirr félagið og sjá hvert það kemur mér."

Wrexham er í öðru sæti ensku C-deildarinnar en félagið hefur farið upp um tvær deildir á síðustu tveimur árum eftir að Hollywood-leikararnir Ryan Reynolds og Rob McElhenney eignuðust það.


Athugasemdir
banner
banner
banner