Hollywood-félagið Wrexham sem leikur í ensku C-deildinni hefur tilkynnt um komu Jóns Daða Böðvarssonar en íslenski sóknarmaðurinn hefur gert samning þar til í janúar.
Jón Daði er 32 ára og lék síðast fyrir Bolton en kemur til Wrexham á frjálsri sölu. Ef honum vegnar vel hjá Wrexham mun hann vafalítið fá lengri samning.
„Það er frábært að vera hjá félagi eins og Wrexham. Allir þekkja söguna og það er mjög spennandi að vera hluti af þessu. Vonandi get ég hjálpað félaginu að ná frekari árangri," segir Jón Daði.
„Það er gott að vera kominn aftur í klefann, ég saknaði þess. Ég held að konan mín hafi verið orðin brjáluð! Ég hef æft og reynt að halda mér í formi en það er gott að vera kominn aftur í umhverfi þar sem ég get unnið betur í líkamlega þættinum."
„Þetta snýst um að finna mig aftur á næstu mánuðum. Ég vil finna sjálfstraustið aftur, leggja mig fram fyirr félagið og sjá hvert það kemur mér."
Wrexham er í öðru sæti ensku C-deildarinnar en félagið hefur farið upp um tvær deildir á síðustu tveimur árum eftir að Hollywood-leikararnir Ryan Reynolds og Rob McElhenney eignuðust það.
Jón Daði er 32 ára og lék síðast fyrir Bolton en kemur til Wrexham á frjálsri sölu. Ef honum vegnar vel hjá Wrexham mun hann vafalítið fá lengri samning.
„Það er frábært að vera hjá félagi eins og Wrexham. Allir þekkja söguna og það er mjög spennandi að vera hluti af þessu. Vonandi get ég hjálpað félaginu að ná frekari árangri," segir Jón Daði.
„Það er gott að vera kominn aftur í klefann, ég saknaði þess. Ég held að konan mín hafi verið orðin brjáluð! Ég hef æft og reynt að halda mér í formi en það er gott að vera kominn aftur í umhverfi þar sem ég get unnið betur í líkamlega þættinum."
„Þetta snýst um að finna mig aftur á næstu mánuðum. Ég vil finna sjálfstraustið aftur, leggja mig fram fyirr félagið og sjá hvert það kemur mér."
Wrexham er í öðru sæti ensku C-deildarinnar en félagið hefur farið upp um tvær deildir á síðustu tveimur árum eftir að Hollywood-leikararnir Ryan Reynolds og Rob McElhenney eignuðust það.
????? JDB: "It’s great to be at a Club like Wrexham. Everyone knows the history by now and it’s just a very exciting Club to be a part of. I’m delighted to be here, and hopefully I can help the Club achieve further success." ????????
— Wrexham AFC (@Wrexham_AFC) October 25, 2024
????? #WxmAFC
Athugasemdir