Spænskir fjölmiðlar greina frá því að Man City sé búið að bjóða Barcelona að fá hollenska varnarmanninn Nathan Ake í janúar.
Ake gekk til liðs við Man City árið 2020 en átti erfitt uppdráttar fyrstu tvö árin. Hann var síðan lykilmaður í liðinu sem vann þrennuna tímabilið 2022/23. Hann spilaði 41 leik, meira en fyrstu tvö tímabilin samanlagt.
Ake gekk til liðs við Man City árið 2020 en átti erfitt uppdráttar fyrstu tvö árin. Hann var síðan lykilmaður í liðinu sem vann þrennuna tímabilið 2022/23. Hann spilaði 41 leik, meira en fyrstu tvö tímabilin samanlagt.
Hann var óheppinn með meiðsli á síðustu leiktíð og eftir að hann kom til baka hafa tækifærin verið á skornum skammti. Hann hefur byrjað fleiri leiki fyrir hollenska landsliðið á þessu tímabili en fyrir City.
Hann vill fara á HM með Hollandi og mun því líklega þurfa að yfirgefa enska félagið.
Athugasemdir


