Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
banner
   sun 26. júní 2022 22:54
Stefán Marteinn Ólafsson
Bjarni Jó: Litlu atriðin duttu með þeim
Bjarni Jóhannsson þjalafi Njarðvíkur
Bjarni Jóhannsson þjalafi Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

KR heimsótti Njarðvík í lokaleik kvöldsins í Mjólkurbikarnum og úr varð mikill baráttuleikur.

Staðan var markalaus eftir bragðdaufan fyrri hálfleik þar sem Njarðvíkingar veittu KR-ingum alvöru leik, fengu fleiri færi og komust nær því að skora en það voru þó gestirnir í KR sem náðu inn markinu sem skildi liðin af.


Lestu um leikinn: Njarðvík 0 -  1 KR

„Þetta var bara hörku leikur og hefði alveg eins getað dottið okkar meginn, eigum hérna sláarskot í stöðunni 0-0 og heilt yfir þá var frammistaðan bara framúrskarandi hjá mínum mönnum." Sagði Bjarni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkur eftir leikinn í kvöld.

„Við fengum þó nokkur horn sem við sköpuðum hættu og þeir redduðu bara hérna í lokin til dæmis en þeir skoruðu reyndar mjög fallegt mark og vel afgreitt en margir vildu nú meina að hann hafi kannski átt að vera búin að fá rautt spjald í leiknum áður." 

„Þetta var í rauninni alveg 50-50 leikur og frammistaðan hjá okkur í fyrri hálfleik var mjög góð og mér fannst við kannski aðeins eftir svona korter í seinni hálfleik þá fannst mér KR-ingarnir svona aðeins ná betri tökum í leiknum en við náðum að ógna þeim og alveg þrælógna þeim hérna í lokin. Litlu atriðin duttu með þeim og vel afgreitt mark."

Leikurinn í kvöld var fyrsta tap Njarðvíkur á Íslandsmótinu í sumar.
„Þetta er búið að vera bara fínt hjá okkur í sumar og frammistaðan í þessum leik var líka mjög góð".

Nánar er rætt við Bjarna Jóhannsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner