Sádar gera allt til að fá Salah - Semenyo vill helst fara til Liverpool - Liverpool og Barca vilja Guehi
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
   sun 26. júní 2022 22:54
Stefán Marteinn Ólafsson
Bjarni Jó: Litlu atriðin duttu með þeim
Bjarni Jóhannsson þjalafi Njarðvíkur
Bjarni Jóhannsson þjalafi Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

KR heimsótti Njarðvík í lokaleik kvöldsins í Mjólkurbikarnum og úr varð mikill baráttuleikur.

Staðan var markalaus eftir bragðdaufan fyrri hálfleik þar sem Njarðvíkingar veittu KR-ingum alvöru leik, fengu fleiri færi og komust nær því að skora en það voru þó gestirnir í KR sem náðu inn markinu sem skildi liðin af.


Lestu um leikinn: Njarðvík 0 -  1 KR

„Þetta var bara hörku leikur og hefði alveg eins getað dottið okkar meginn, eigum hérna sláarskot í stöðunni 0-0 og heilt yfir þá var frammistaðan bara framúrskarandi hjá mínum mönnum." Sagði Bjarni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkur eftir leikinn í kvöld.

„Við fengum þó nokkur horn sem við sköpuðum hættu og þeir redduðu bara hérna í lokin til dæmis en þeir skoruðu reyndar mjög fallegt mark og vel afgreitt en margir vildu nú meina að hann hafi kannski átt að vera búin að fá rautt spjald í leiknum áður." 

„Þetta var í rauninni alveg 50-50 leikur og frammistaðan hjá okkur í fyrri hálfleik var mjög góð og mér fannst við kannski aðeins eftir svona korter í seinni hálfleik þá fannst mér KR-ingarnir svona aðeins ná betri tökum í leiknum en við náðum að ógna þeim og alveg þrælógna þeim hérna í lokin. Litlu atriðin duttu með þeim og vel afgreitt mark."

Leikurinn í kvöld var fyrsta tap Njarðvíkur á Íslandsmótinu í sumar.
„Þetta er búið að vera bara fínt hjá okkur í sumar og frammistaðan í þessum leik var líka mjög góð".

Nánar er rætt við Bjarna Jóhannsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner