Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
banner
   sun 26. júní 2022 22:54
Stefán Marteinn Ólafsson
Bjarni Jó: Litlu atriðin duttu með þeim
Bjarni Jóhannsson þjalafi Njarðvíkur
Bjarni Jóhannsson þjalafi Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

KR heimsótti Njarðvík í lokaleik kvöldsins í Mjólkurbikarnum og úr varð mikill baráttuleikur.

Staðan var markalaus eftir bragðdaufan fyrri hálfleik þar sem Njarðvíkingar veittu KR-ingum alvöru leik, fengu fleiri færi og komust nær því að skora en það voru þó gestirnir í KR sem náðu inn markinu sem skildi liðin af.


Lestu um leikinn: Njarðvík 0 -  1 KR

„Þetta var bara hörku leikur og hefði alveg eins getað dottið okkar meginn, eigum hérna sláarskot í stöðunni 0-0 og heilt yfir þá var frammistaðan bara framúrskarandi hjá mínum mönnum." Sagði Bjarni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkur eftir leikinn í kvöld.

„Við fengum þó nokkur horn sem við sköpuðum hættu og þeir redduðu bara hérna í lokin til dæmis en þeir skoruðu reyndar mjög fallegt mark og vel afgreitt en margir vildu nú meina að hann hafi kannski átt að vera búin að fá rautt spjald í leiknum áður." 

„Þetta var í rauninni alveg 50-50 leikur og frammistaðan hjá okkur í fyrri hálfleik var mjög góð og mér fannst við kannski aðeins eftir svona korter í seinni hálfleik þá fannst mér KR-ingarnir svona aðeins ná betri tökum í leiknum en við náðum að ógna þeim og alveg þrælógna þeim hérna í lokin. Litlu atriðin duttu með þeim og vel afgreitt mark."

Leikurinn í kvöld var fyrsta tap Njarðvíkur á Íslandsmótinu í sumar.
„Þetta er búið að vera bara fínt hjá okkur í sumar og frammistaðan í þessum leik var líka mjög góð".

Nánar er rætt við Bjarna Jóhannsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner