Liverpool býður í Camavinga - Liverpool og Man City berjst um Semenyo - Fulham vill bandarískan sóknarmann
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
   sun 26. júní 2022 22:54
Stefán Marteinn Ólafsson
Bjarni Jó: Litlu atriðin duttu með þeim
Bjarni Jóhannsson þjalafi Njarðvíkur
Bjarni Jóhannsson þjalafi Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

KR heimsótti Njarðvík í lokaleik kvöldsins í Mjólkurbikarnum og úr varð mikill baráttuleikur.

Staðan var markalaus eftir bragðdaufan fyrri hálfleik þar sem Njarðvíkingar veittu KR-ingum alvöru leik, fengu fleiri færi og komust nær því að skora en það voru þó gestirnir í KR sem náðu inn markinu sem skildi liðin af.


Lestu um leikinn: Njarðvík 0 -  1 KR

„Þetta var bara hörku leikur og hefði alveg eins getað dottið okkar meginn, eigum hérna sláarskot í stöðunni 0-0 og heilt yfir þá var frammistaðan bara framúrskarandi hjá mínum mönnum." Sagði Bjarni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkur eftir leikinn í kvöld.

„Við fengum þó nokkur horn sem við sköpuðum hættu og þeir redduðu bara hérna í lokin til dæmis en þeir skoruðu reyndar mjög fallegt mark og vel afgreitt en margir vildu nú meina að hann hafi kannski átt að vera búin að fá rautt spjald í leiknum áður." 

„Þetta var í rauninni alveg 50-50 leikur og frammistaðan hjá okkur í fyrri hálfleik var mjög góð og mér fannst við kannski aðeins eftir svona korter í seinni hálfleik þá fannst mér KR-ingarnir svona aðeins ná betri tökum í leiknum en við náðum að ógna þeim og alveg þrælógna þeim hérna í lokin. Litlu atriðin duttu með þeim og vel afgreitt mark."

Leikurinn í kvöld var fyrsta tap Njarðvíkur á Íslandsmótinu í sumar.
„Þetta er búið að vera bara fínt hjá okkur í sumar og frammistaðan í þessum leik var líka mjög góð".

Nánar er rætt við Bjarna Jóhannsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner