Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   sun 26. júní 2022 22:54
Stefán Marteinn Ólafsson
Bjarni Jó: Litlu atriðin duttu með þeim
Bjarni Jóhannsson þjalafi Njarðvíkur
Bjarni Jóhannsson þjalafi Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

KR heimsótti Njarðvík í lokaleik kvöldsins í Mjólkurbikarnum og úr varð mikill baráttuleikur.

Staðan var markalaus eftir bragðdaufan fyrri hálfleik þar sem Njarðvíkingar veittu KR-ingum alvöru leik, fengu fleiri færi og komust nær því að skora en það voru þó gestirnir í KR sem náðu inn markinu sem skildi liðin af.


Lestu um leikinn: Njarðvík 0 -  1 KR

„Þetta var bara hörku leikur og hefði alveg eins getað dottið okkar meginn, eigum hérna sláarskot í stöðunni 0-0 og heilt yfir þá var frammistaðan bara framúrskarandi hjá mínum mönnum." Sagði Bjarni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkur eftir leikinn í kvöld.

„Við fengum þó nokkur horn sem við sköpuðum hættu og þeir redduðu bara hérna í lokin til dæmis en þeir skoruðu reyndar mjög fallegt mark og vel afgreitt en margir vildu nú meina að hann hafi kannski átt að vera búin að fá rautt spjald í leiknum áður." 

„Þetta var í rauninni alveg 50-50 leikur og frammistaðan hjá okkur í fyrri hálfleik var mjög góð og mér fannst við kannski aðeins eftir svona korter í seinni hálfleik þá fannst mér KR-ingarnir svona aðeins ná betri tökum í leiknum en við náðum að ógna þeim og alveg þrælógna þeim hérna í lokin. Litlu atriðin duttu með þeim og vel afgreitt mark."

Leikurinn í kvöld var fyrsta tap Njarðvíkur á Íslandsmótinu í sumar.
„Þetta er búið að vera bara fínt hjá okkur í sumar og frammistaðan í þessum leik var líka mjög góð".

Nánar er rætt við Bjarna Jóhannsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir